L200
 • 5 góðar ástæður
  1. Akstursþægindi
  2. Öflugir aksturseiginleikar
  3. Notadrjúgur
  4. Sterkbyggður
  5. Áreiðanlegur
 • L200 MY16:

  Loading

  Verð frá

  5.490.000 kr.

  L200 Intense 4WD 2.4 MIVEC IC-TC DI-D High power 6-gíra beinskiptur

  Verð 5.490.000 kr.

  Excluding additional costs (price per model)

  0 PRODUCTS IN COMPARISON

  Close

  You Cannot Select More Than 5 Cars

Sjá meira
 • AÐ UTAN

  All New L200

  J-Line

  L200

  Nýr L200 er pallbíll sem á sér engan líka. Fólksbifreið og pallbíll í einu ökutæki sem býður upp á þægindi og fína aksturseiginleika, ásamt styrk og áreiðanleika pallbílsins. Prófaðu þessa nýju gerð af bíl, ólíkan öðrum bílum sem þú hefur kynnst. 

  KRAFTMIKIÐ SJÓNARSPIL

  Nýr L200 gnæfir yfir keppinauta sína eins og sannur siguvegari – fágaður, sportlegur og spengilegur. Granna útlitið á nýjum L200 varð til með því að óþarfa hlutir voru fjarlægðir, og með endurbættri J-línu og betri loftmótstöðu, sem leiða í senn til sportlegra útlits og betri eldsneytisnýtingu.

  J-LÍNAN

  Hið nýja kraftmikla og sportlega útlit L200, með smekklegri J-línunni og spræku yfirbragði tveggja rýma-útgáfnanna, viðheldur fágaðri byggingu úr fyrri útgáfum, með mjúkum, ávölum línum í samræmdri hönnun stýriklefans. 

  l200-alloy-wheels-3 

  Chrome grille Chrome rear gate handle

  ÁLFELGUR

  Smekklegar 6-arma, 16 tommu eða 12-arma, 17 tommu álfelgur eru undir nýjum L200, sem gefa bílnum harðgert og kraftmikið yfirbragð.                                                   

  KRÓMAÐ GRILL

  Sportlegur karakter L200 er undirstrikaður með sterkbyggðu og fáguðu krómgrilli sem gefur þessum pallbíl glæsilegan framsvip. 

  KRÓMAÐ HANDFANG AÐ AFTAN

  Krómaða handfangið á afturhleranum veitir gott aðgengi að farangursrýminu með aðeins einni snertingu. 

  Chrome power door mirror with side turn lamp

  Rain sensor l200-side-step 

  KRÓMAÐIR HLIÐARSPEGLAR MEÐ STEFNULJÓSUM

  Nýr L200 er með fallega innbyggðum stefnu- og beygjuljósum í hliðarspeglum. 

  REGNSKYNJARI

  Regnskynjari virkjar framrúðuþurrkur sjálfkrafa þegar bleyta greinist á glerinu og kveikir jafnframt á aðalljósunum um leið og þess þarf. 

  HLIÐARÞREP

  Með hliðarþrepunum er auðveldara að komast upp í glæsilegt innanrými nýs L200 og auk þess gefa þau heildarútliti L200 fágað yfirbragð.  

  Outstanding aerodynamic performance

  HID Headlamps Antenna

  STÓRKOSTLEG LOFTAFLFRÆÐILEG AFKÖST

  Nýr L200 þýtur áfram í gegnum vindinn með litlu loftviðnámi (0,40* Cd), en fyrir vikið minnkar hávaðinn, eldsneytisnýtingin bætist, hröðunin eykst og aksturseiginleikarnir eflast. 

  * Samkvæmt prófunum innanhúss. 

  HID AÐALLJÓS með innbyggðum LED dagljósabúnaði

  HID aðalljósin (Bi-Xenon kastarar) gera útlitið enn kröftugra og á sama tíma stuðla þau að auknu öryggi með meiri sýnileika þegar ekið er við hinar ýmsu aðstæður. LED dagljósabúnaðurinn (DRL) gefur bílnum óttalausan og einstakan svip. 

  LOFTNET

  Stutt og stillanlegt loftnetið er staðsett á framhluta þaksins til forðast hnjask þegar farangri er komið fyrir að aftanverðu.

  AÐ INNAN

  Highmount stop lamp

  Heavy duty Wide open spaces

  HÁTT HEMLALJÓS

  Hátt hemlaljós er staðsett á efri hluta afturhlerans til að stuðla að auknu öryggi.  

  ÖFLUGUR

  L200 hefur lengi verið þekktur fyrir mikla aflgetu við hvers kyns aðstæður og nú er búið að betrumbæta hann til muna með endurbótum á pallinum. Rúmgóður pallurinn er sterklega byggður og býður upp á enn betra slitþol til að hjálpa þér við vinnuna.

  MIKIÐ PLÁSS

  Nýr tveggja rýma L200 býður upp á mesta plássið í sínum flokki og meiri þægindi með meira plássi fyrir fæturna. Efni sem draga úr titringi stuðla að hljóðlátum og þægilegum akstri.

  Luxurious new font Quieter, more relaxing

  NÝ OG GLÆSILEG FRAMSÆTI

  1. Betri fótastuðningur
  2. Betri hliðarstuðningur
  3. Þéttur líkamsstuðningur
  4. Breiðir axlarpúðar
  5. Dýpri miðjusaumur

     Nýr L200 býður upp á yfirburða akstursþægindi með nýjum hágæða framsætum.

  HLJÓÐLÁTARI OG ÞÆGILEGRI AKSTUR

  Vel staðsettir hljóðdeyfar og titringsfjöðrun stuðla að hljóðlátari og afslappaðri akstri. 

  1. Hljóðdeyfiefni í mælaborði 
  2. Dempunarefni í gólfi 
  3. Hávaðaminnkun í mælaborði og hjólhlífum 
  4. Hljóðdeyfiefni í miðbita

  * Búnaður kann að vera breytilegur eftir útgáfum.

 • KRÖFTUG SKILVIRKNI

  2.4-Litre DI-D MIVEC Engine 2.4-Litre Turbo Diesel Engine

  Nýr L200 veitir meiri akstursánægju með skiptiflipum á stýrinu, 6-hraða gírskiptingu og beygjuradíus sem er sá besti í þessum flokki bíla. 

  2,4 LÍTRA DI-D MIVEC VÉL

  Nýja MIVEC dísilvélin bætir eldsneytisnýtinguna og minnkar útblástur CO2 stórlega, en veitir á sama tíma öflugt viðbragð með 133 kW (3500 sn/mín) aflgetu og 430 Nm (2500 sn/mín) togkrafti. 

  * MIVEC (Mitsubishi Innovative Valve timing Electronic Control system). 
  ** 2,4 lítra MIVEC forþjöppu DOHC DI-D hámarksafl (133 kW/3500 sn/mín 430 Nm/2500 sn/mín).                                                                                                       

  2,4 LÍTRA FORÞJÖPPU DÍSILVÉL

  Þessi vél er ótrúlega nýtin, veldur litlum útblæstri CO2, skilar öflugu viðbragði, spræku afli og öflugum togkrafti sem þú þarft á að halda við leik og störf. 

  * 2,4 lítra MIVEC forþjöppu DOHC DI-D (133 kW/3500 sn/mín 430 Nm/2500 sn/mín). 

  Auto Stop & Go (AS&G)

  Paddle Shifters 5-Speed Automatic Transmission with Sports Mode

  SJÁLFVIRKUR „STOP & GO“-BÚNAÐUR (AS&G)

  Sjálfvirkur „Stop & Go“-búnaður (AS&G) dregur úr eldsneytiseyðslu og kolefnislosun með því að slökkva sjálfkrafa á vélinni þegar bíllinn er í kyrrstöðu, t.d. þegar beðið er á umferðarljósum. Vélin endurræsist sjálfkrafa þegar stigið er á kúplinguna (í hlutlausum). 

  SKIPTIFLIPAR

  Sportlegir skiptiflipar gera þér kleift að skipta um gír með höndunum án þess að þurfa að sleppa stýrinu. Skiptifliparnir eru einfaldir í notkun og auka akstursánægjuna. 

  5-GÍRA SJÁLFSKIPTING MEÐ SPORTSTILLINGU

  Sportstillingin á 5-gíra sjálfskiptingunni gerir þér kleift að gíra upp og niður með höndunum, en þannig færðu mun sportlegri akstursupplifun. 

  6-Speed manual transmission

  Towing Capacity

  6-GÍRA BEINSKIPTING

  Með sex gíra beinskiptingunni færðu fulla stjórn á aflstýringunni í samræmi við aðstæður hverju sinni. Breitt heildargírhlutfall bætir auk þess eldsneytisnýtinguna. 

  DRÁTTARKRAFTUR

  Nýr L200 státar af mikilli dráttargetu upp á 2700 til 3100 kg og getur því dregið ýmislegt þegar þörf krefur. 

 • KRÖFTUGIR AKSTURSEIGINLEIKAR

  Robust Handling

  All-Terrain-Confidence All-Terrain-Confidence

  KRÖFTUGIR AKSTURSEIGINLEIKAR

  Kröftug yfirbyggingin á nýjum L200 og straumlínulöguð hönnunin stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegunum þar sem þú hefur fulla stjórn á ferðinni. 

  KLÁR Í HVAÐA UNDIRLAG SEM ER

  Við vitum öll að áskoranirnar koma í öllum stærðum og gerðum og þess vegna var L200 hannaður til að fara yfir, í kringum og í gegnum erfiðustu torfærurnar. 

  KLÁR Í HVAÐA UNDIRLAG SEM ER

  Meiri akstursgeta á vegum og utan vega. Skyggnið fram á veginn er núna enn betra vegna endurbóta á vélarhlífinni og þurrkunum. 

  All-Terrain-Confidence

  KLÁR Í HVAÐA UNDIRLAG SEM ER

  Hallatölurnar á myndunum eiga við með 245/65R17 dekkjum, hliðarþrepi með röri og afturstuðara með þrepi. Brottfararhorn er 25° án afturstuðara með þrepi. Horntölurnar á myndunum eiga einnig við með 205R16C dekkjum.

  SUPER SELECT 4WD-II

  Notaðu akstursstillingarhnappinn til að skipta úr 2WD (2H) yfir í 4WD (4H), en það er hægt að skipta á ferð upp að 100 km/klst. Einnig er hægt að nota stillinguna 4HLc fyrir ójafnt undirlag eða 4LLc stillinguna fyrir brekkur, drullu og snjó. 

  SUPER SELECT 4WD-II

  Með SS4-II með lágum gír og sítengdu fjórhjóladrifi fæst meiri stöðugleiki í beygjum og á malbikuðum vegum; hægt er að velja um fjórar akstursstillingar. 

  Super Select 4WD-II

  Super Select 4WD-II rear-differential-lock

  SUPER SELECT 4WD-II

  2H: Fyrir venjulegar aðstæður 
  4H: Fyrir torfærur og varasamar aðstæður 
  4HLc: Fyrir torfærur með sleipu undirlagi 
  4LLc: Fyrir brattar brekkur, sand, djúpan snjó o.s.frv. 

  EASY SELECT 4WD

  Veldu þína stillingu. 2WD (2H) fyrir mjúkan akstur á hraðbrautum, 4WD (4H) veggrip fyrir ójafna vegi (akstur upp að 100 km/klst.) og 4H stillinguna fyrir öll fjögur hjólin á erfiðu undirlagi. 

  MISMUNADRIFSLÁS AÐ AFTAN

  Með því að læsa mismunadrifslásnum að aftan lágmarkarðu mismun í snúningi á milli fram- og afturhjóla og þannig gefst öflugt veggrip, jafnvel á sandi, í drullu eða á grýttu yfirborði. 

  Class-leading 5.9M Turning Radius

  Quick, Responsice Handling

  LÁGMARKS SNÚNINGSRADÍUS (5,9 M)

  Snúningsradíusinn er merkilega lítill miðað við bíl af þessari stærð og þar af leiðandi er sérstaklega auðvelt að leggja L200 og færa hann til. 

  VIÐBRAGÐSFLJÓT STÝRISSVÖRUN

  Stýringin er sportleg, viðbragðsgóð og létt. 

 • SD LEIÐSAGNARKERFI

  SD Navigation System

  Digital Audio Broadcast (DAB) Clear Wide Screen

  SD LEIÐSAGNARKERFI

  Stóri snertiskjárinn á fjölnota leiðsagnarkerfinu er stjórntæki með einföldu viðmóti fyrir eiginleika eins og leiðsögn, tónlist og bakkmyndavél. 

  STAFRÆNT HLJÓMKERFI (DAB)

  DAB gerir þér kleift að hlusta á uppáhalds stafrænu útvarpsstöðvarnar þínar í einstaklega skýrum hljómgæðum með stafrænni tækni. 

  SKÝR BREIÐSKJÁR

  Bjartur og breiður VGA skjárinn birtir hvert smáatriði í háskerpu. 

  3D Map View

  Audio System Control 2-Screen Viewing

  ÞRÍVÍDDARKORT

  Hægt er að skoða kort með kennileitum í þrívídd, ef þess er óskað. 

  STJÓRNBÚNAÐUR HLJÓMKERFIS

  Mismunandi eiginleikum hljómkerfisins er stjórnað með snertiskjánum. 

  TVÖFALDUR SKJÁR

  Hægt er að birta tvær skjámyndir á sama tíma, t.d. fyrir leiðsögn og hljóð. 

  ÞÆGINDI

  Rearview Camera

  USB Connectivity Hands-Free Bluetooth® Telephone

  BAKKMYNDAVÉL

  Á meðan SD leiðsagnarkerfið er í notkun geturðu fengið nákvæma leiðsögn sem birtist á háskerpu snertiskjánum. 

  USB TENGI

  USB-tengið gerir þér kleift að tengja ferðaspilarann og þannig geturðu hlustað á tónlistarsafnið þitt í frábærum hljómgæðum.  

  HANDFRJÁLS BLUETOOTH® SÍMABÚNAÐUR

  Með því að tengja Bluetooth® samhæfan farsíma geturðu hringt úr símanum á meðan þú heldur um stýrið, með raddstýrðum hringibúnaði. 

  Tilt & Telescopic Steering

  Multi-information Display Dual-zone Automatic Air Conditioner

  ÚTDRAGANLEGT HALLASTÝRI

  Með útdraganlegu hallastýri getur ökumaðurinn komið sér í þá akstursstöðu sem hentar honum best og þar af leiðandi verða langferðirnar talsvert þægilegri. 

  FJÖLNOTA UPPLÝSINGASKJÁR

  Aðlaðandi hönnun er á fjölupplýsingaskjánum en hann veitir þér gagnlegar upplýsingar um ökutækið, ferðina og útihitastigið.

  SJÁLFVIRK TVEGGJA SVÆÐA LOFTKÆLING

  Nýr L200 er með sjálfvirkri tveggja svæða loftkælingu sem gerir ferðina þægilegri fyrir þig og farþegana. 

  Keyless Operation System

  Engine Switch

  LYKLALAUST AÐGENGI

  Þegar þú ert með lykilinn á þér getur þú ýtt á hnapp utan á framdyrunum eða á afturhleranum til að læsa eða aflæsa öllum dyrum, eða ýtt á aflrofann í stjórnrýminu til að ræsa vélina. 

  VÉLARROFI

  Með lyklalausu aðgengi getur þú ræst bílinn á einfaldan hátt með því að ýta á hnapp í miðju mælaborðinu. 

  ETACS 

  Power Window Timer Auto Door Relock System

  Headlamp Auto Off Function

  TÍMASTILLIR FYRIR RÚÐUR

  Þó svo að búið sé á slökkva á vélinni geta rafdrifnu rúðurnar verið opnar eða lokaðar í 30 sekúndur áður en dyrnar eru opnaðar. 

  SJÁLFVIRKT ENDURLÆSINGARKERFI

  Þegar 30 sekúndur hafa liðið eftir að ýtt hefur verið á hnappinn utan á bílnum mun kerfið endurlæsa sjálfvirkt öllum dyrum ef engin hefur verið opnuð.

  SJÁLFVIRK SLOKKNUN AÐALLJÓSA

  Eftir að þú hefur drepið á bílnum og stigið úr honum slokknar sjálfkrafa á aðalljósunum til að koma í veg fyrir að rafgeymirinn tæmist. 

  Auto Speed Adjustable Wipers

     

  RÚÐUÞURRKUR MEÐ SJÁLFVIRKUM HRAÐASTILLI

  Í tímastillingunni geta rúðuþurrkurnar unnið hraðar þegar bíllinn er á miklum hraða. 

     
 • ÓVIRKT ÖRYGGI

  RISE Body

  Rigid Lightweight Body Pretensioners

  RISE-YFIRBYGGING

  RISE (Reinforced Impact Safety Evolution) yfirbygging Mitsubishi dempar högg af árekstri og hlífir auk þess öllu stjórnrýminu. 

  STERK OG LÉTT YFIRBYGGING

  Yfirbyggingin er einstaklega stíf og létt, þökk sé teygjanlegum stálstyrktarplötum sem einnig auka mjög öryggi við árekstur. 

  FORSTREKKJARAR

  Forstrekkjarar á sætisbeltum framsæta strekkjast sjálfkrafa við framanáakstur og halda þannig vel um ökumann og farþega í framsæti. 

  VIRKT ÖRYGGI

  7 SRS Airbags

  Speed Limiter Active Stability & Traction Control

  7 SRS LOFTPÚÐAR

  Ef árekstur verður vernda sjö SRS loftpúðar þig og farþega þína: Loftpúðar í framrýminu, hliðarloftpúðar, loftpúðatjöld og hnéloftpúðar fyrir ökumann. 

  HRAÐATAKMARKARI

  Til að koma í veg fyrir að of hraðan akstur er hægt að virkja hraðatakmarkarann. Hann birtir sjálfkrafa viðvörunarskilaboð ef þú ferð yfir hámarkshraðann sem þú valdir. 

  STÖÐUGLEIKA- OG VEGGRIPSSTÝRING

  ASTC stýrir hemlunarafli hjólanna í beygjum og viðheldur þannig góðum stöðugleika og veggripi við hvers kyns aðstæður og kemur í veg fyrir að dekkið renni til á sleipu yfirborði. 

  Trailer Stability Assist (TSA)

  Lane Departure Warning System (LDW) Hill Start Assist (HSA)

  AÐSTOÐ FYRIR TENGIVAGN (TSA)

  TSA stóreykur stöðugleika með tengivagni. Ef búnaðurinn greinir reikulan akstur stillir hann sjálfkrafa vélaraflið og bremsuaflið fyrir hvert hjól til að auka stöðugleika bílsins og tengivagnsins. (Aðeins útgáfur með ASTC)

  AKREINAVARI (LDW)

  Ef þú ferð út fyrir akreinina á yfir 65 km/klst. hraða greinir LDW kerfið það í gegnum myndavél í framrúðunni og lætur þig vita með hljóðmerki og viðvörunarljósi.

  AÐSTOÐ VIÐ RÆSINGU Í BREKKU (HSA)

  Ef ræsa þarf bílinn í brattri brekku kemur HSA-kerfið í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar hemlunum er sleppt með því að halda helmunaraflinu í allt að tvær sekúndur þar til stigið er á bensíngjöfina. (Aðeins útgáfur með ASTC) 

 • AUKAPLÁSS

  STERK FJÖÐRUN

  Room to Spare

  Cargo Bed Inner Hook x 6 Tough Suspension

  AUKAPLÁSS

  L200 hefur að geyma allt það pláss og allan þann áreiðanleika sem þú þarft. Rúmgóður pallurinn er sterklega byggður og býður upp á frábæra burðargetu. 
   
   * 1: Mældur frá botni pallsins 
  ** 2: Mældur frá efstu brúnum

  INNRI KRÓKUR PALLS X 6

  Innri krókurinn á pallinum hjálpar þér að festa allan þann farangur sem þú þarft að hafa með.

  STERK FJÖÐRUN

  Aksturinn er skemmtilegri og stöðugri með harðri fjöðrun sem inniheldur tvöfalda klofspyrnu með gormi og jafnvægisstöng að framan, auk alvöru blaðfjöðrunar fyrir ofan öxul að aftan.
   
  * Búnaður kann að vera breytilegur eftir útgáfum.

  ENDINGARGÓÐ HÖNNUN

  Durable Design

  ENDINGARGÓÐ HÖNNUN

  Harðgert vélarrýmið að framan og tvöföld slagstiftin í vélarhlífinni gera bílinn að slitþolnum vinnuþjarki og aftari hornin á pallinum eru styrkt sérstaklega til að dreifa högginu ef árekstur verður. 

 • FIMMTA KYNSLÓÐ MITSUBISHI PALLBÍLSINS

  ARFLEIFÐ

  History of pickup trucks First generation (1978)

  SPORTLEGI PALLBÍLLINN

  Nýr L200 var hannaður til að vera hinn eini sanni sportlegi pallbíll með því að blanda saman þægindum fólksbílsins við áreiðanleika og notagildi pallbílsins.

  SAGA PALLBÍLSINS

  Mitsubishi Motors hefur framleitt pallbíla í 36 ár og selt yfir fjórar milljónir slíkra út um allan heim síðan 1978. Framleiðsla pallbíla hefur aðallega farið fram í Taílandi frá og með þriðju kynslóðinni. Nýr L200 tilheyrir fimmtu kynslóðinni.

  FYRSTA KYNSLÓÐ (1978)   Second generation (1986) Third generation (1995) Fourth generation (2004)

  ÖNNUR KYNSLÓÐ (1986)

  ÞRIÐJA KYNSLÓÐ (1995)

  FJÓRÐA KYNSLÓÐ (2004)