Outlander PHEV
 • Outlander MY16:

  Loading

  Verð frá

  4.690.000 kr.

  Outlander PHEV Invite 2.4 lítra 4WD 16-valve DOHC MIVEC

  Verð 4.690.000 kr.

  Excluding additional costs (price per model)

  0 PRODUCTS IN COMPARISON

  Close

  You Cannot Select More Than 5 Cars


 • Hvernig á að hlaða PHEV

  Hvernig á að nota snjallsíma appið

Meira
 • Instyle+ SAM

  Veistu hvað þú ert að kaupa?

  Vertu með allt á hreinu áður en þú kaupir nýjan Outlander PHEV.

 • Bæklingar

Meira
 • NÝ HÖNNUN

  Dynamic Shield

  Dynamic Shield

  Nýja hönnunarhugmyndin, „Dynamic Shield“, erfir virkni fyrri kynslóða Pajero og Lancer Evolution. Svartur miðhlutinn gefur til kynna afl og akstursgetu, en hönnun hliðanna og neðri hlutans gefa til kynna verndun fólks og vélbúnaðar. 

   Hönnunin snýst ekki bara um form heldur er þrungin merkingu sem kemur fram í virkni bílsins og mun verða grunnurinn að hönnun framhliða á Mitsubishi í framtíðinni. Hentugar framhliðar, byggðar á þessu útiliti, verða þróaðar fyrir hinar ýmsu bíla í framtíðinni.

  The Outlander PHEV's Embodiment of Dynamic Shield

  Outlander PHEV og Dynamic Shield

  Stór, svört framhliðin er sportleg í útliti og er umlukin frá þremur hliðum, frá hægri, vinstri og að neðan, sem gefur verndandi yfirbragð.  

   Eldri hönnun hafði vísun í umhverfi og nýjustu tækni og var fáguð án þess að vera yfirþyrmandi, en þessi djarfa breyting felur í sér að kjarninn í Mitsubishi er settur í forgrunn. Þessi bíll markar straumhvörf í því að endurtúlka Mitsubishi Motors í nútímanum.

  Front grille available in dark and chrome and piano black

  Grillið er fáanlegt í svörtu, krómlituðu og píanósvörtu.

  Grillið gefur til kynna afl og akstursgetu þar sem svartur miðhlutinn er umlukinn stuðaranum. Krómáherslur á hliðunum fanga styrk og fágun framúrskarandi sportjeppa.

  A Design that only PHEV can pull off

  Hönnun sem aðeins PHEV er fær um

  OUTLANDER PHEV er orðinn líkari sportjeppa og því ber hönnun hans núna þess merki í neðri hlutanum þar sem er stór, silfurlituð skriðplata. Til að ná fram útliti sem gefur meira til kynna en bara styrkleika að framan er undirvagninn í svörtu og klæðning er á hliðum yfirvagnsins.

  LED daytime running lamps (LED DRL) / position lamps

  LED aðalljós og LED dagljósabúnaður (LED DRL)/stöðuljós

  LED aðallhjós og LED dagljósabúnaður (LED RSL)/stöðuljós auka öryggi með auknu útsýni og gefa bílnum þokkafullt yfirbragð.

  Rear Design

  Hönnun bakhliðarinnar

  Að framan gefa ljósin og grillið til kynna mikla breidd og til samræmis við það virkar bíllinn líka breiður og stöðugur að aftan. Í fyrri gerðum var hönnunin með frágangi á hliðunum en í nýju gerðinni teygir framhliðin sig til hliðanna og gefur til kynna breidd.

  Super wide LED rear combination lamp extends to the tailgate

  Afar breið LED ljós teygja sig aftur að afturhleranum

  Hin vel sýnilegu LED-afturljós eru hönnuð með bæði öryggi og fallegan stíl í huga.

  Shark fin type antenna

  Loftnet með hákarlslögun

  Loftnet með hákarlslögun er fáanlegt og gerir útlitið sportlegt og fágað.

  Silver skid plate

  Silfurlituð skriðplata

  Silfurlituð skriðplata á afturstuðaranum gefur bílnum yfirbragð stöðugleika og krafts.

  HAGNÝT HÖNNUN

  Aerodynamic design

  Straumlínulöguð hönnun

  Straumlínulöguð hönnun í óvenjulega háum gæðaflokki fyrir smájeppa. Með endurteknum tölvustýrðum vökvagreiningum og fjölmörgum prófunum í vindgöngum hefur tekist að færa straumlínulagaða hönnun OUTLANDER PHEV upp á nýtt stig. Straumlínulöguð hönnun eykur sparneytni, minnkar losun kolefnis og eykur stöðugleika við akstur á háum hraða.

  Wheels

  Felgur

  Nýja 18 tommu álfelgan sem er vélpússuð og er til í tveggja tónu svörtum og silfruðum lit, eykur á munað og sportleika.

  Electric tailgate

  Rafstýrður afturhleri

  Afturhlerann er hægt að opna og loka sjálfvirkt með rofa nálægt ökumannssætinu.

  OUTLANDER PHEV ER HANNAÐUR FYRIR HINAR ÝMSU AÐSTÆÐUR

  A design suited to city driving

  Hönnun sem hentar fyrir borgarakstur

  Rétt einsog kraftmikil framhliðin, þá nota aðalljósin og afturljósin LED birtuna til að gefa bílnum yfirbragð fágunar sem passar við borgarakstur.

  A design that also shines outdoors and off road

  Hönnun sem líka skín utandyra og utanvega

  Þessi töfrandi hönnun sem hefur kjarnann í Mitsubishi í forgrunni hefur erft virkni Pajero og Lancer Evolution og lítur vel út bæði utandyra og utanvega.

 • GÆÐI Í INNANRÝMI

  Outlander PHEV interior v1

  Rúmgóður, þægilegur og fágaður

  Nýtt fjögurra arma leðurstýri, fágað innanrými, vandaðri stokkur og skrautlistar, alls konar þægindi. Sætin eru með vandlega saumuðum hágæða áklæðum og hægt er að fella niður aftursætin og búa til aukafarangurspláss.

  Door trim

  Hurðaklæðning

  Saumarnir í sætunum og hurðaklæðningarnar gefa aukna dýpt. Píanósvartir gluggarofar og svart, straumlagað skraut gefa innanrýminu fágaðra yfirbragð.

  Steering wheel

  Stýri

  Stýrið er fjögurra arma, klætt gæðaleðri sem veitir öruggt grip, með krómáferð og silfruðum rofum.

  Centre console

  Miðstokkur

  Gólfstokkurinn með svörtu straumlaga skrauti og silfruðum leiðslum er breiðari og hærri eins og í háklassa bílum.

  MÆLABORÐ

  Energy usage indicator

  Orkumælir

  Hve skilvirkur er þinn akstur? Orkumælirinn upplýsir þig með því að beina vísinum að svæðunum Power, Eco eða Charge.

  Charge and save

  Hlaða og varðveita

  Þú stýrir notkun rafgeymisins með hnöppum sem þú getur ýtt á. Ýttu á CHRG til að hlaða rafgeyminn í gegnum vélina. Ýttu á SAVE til að draga úr notkun rafhlöðunnar.

  ECO Score

  Umhverfiseinkunn

  Sýnir hve umhverfisvænn þinn akstur er. Því fleiri græn lauf, því betra.

  ECO Mode Control

  Umhverfisstillingarstýring (ECO Mode Control)

  Ýttu á rofa fyrir orkunýtnari mótora, vél, loftræstingu og aldrif (4WD).

 • UPPLIFÐU PHEV

  SKILVIRKNI FRAMTÍÐARINNAR Í DAG

  Experience the power of gliding

  Upplifðu það að svífa í bílnum

  1. Tvinnmótor með aldrifi (4WD) og aldrifsstýringu (S-AWC) 
  Aðskildir mótorar á fram- og afturöxlum skila einstaklega góðu viðbragði aldrifsins (4WD) með aldrifsstýringunni (S-AWC) sem tryggir stöðugan akstur og örugga stjórn á bílnum.

  2. 2,0 lítra vél 
  Kraftmikil og skilvirk vélin lágmarkar losun CO2 (kolefnis).

  3. Rafall
  Afkastamikill rafallinn umbreytir vélarafli í rafmagn til að endurhlaða akstursrafhlöðuna og aðstoða mótorana þegar þörf krefur.

  4. PDU í frammótor og EMCU að aftan 
  Þessar stjórneiningar auka orkusparnað og veita hármarks tog sem er meira en í 3,0 lítra bensínvél.

  5. Akstursrafgeymir
  Rafgeymirinn er undir gólfinu til að hámarka pláss í innanrými og lækka þyngdarmiðpunktinn í bílnum, sem stuðlar að auknu öryggi og eflir stjórn á bílnum.

  PHEV's efficiency

  Skilvirkni PHEV

  Framsækið Plug-in Hybrid EV kerfið er einstaklega umhverfisvænt. OUTLANDERR PHEV veldur engri losun kolefnis (CO2) út í andrúmsloftið þegar hann keyrir á alrafstillingunni. Eða farðu í hybrid stillinguna til að komast jafnvel enn lengri vegalengdir með litlum útblæstri og með aðeins 1,8 l/100 km eyðslu í blönduðum akstri. Rafmagn myndast sjálfkrafa í akstri svo þér er óhætt að aka um óbyggðirnar.

  Electric driving

  Rafstýrður akstur

  EV-akstursstilling (alrafdrifið): Bíllinn gengur eingöngu fyrir rafmagni
  Mótorarnir knýja bílinn með rafmagni frá rafgeyminum og því á sér stað engin eldsneytiseyðsla og engin losun kolefnis (CO2) út í andrúmsloftið. Þessi akstursstilling er hljóðlát, hrein og kraftmikil. Hámarkshraði er 120 km/klst.

  Hybrid driving

  Hybrid (tvinn) akstur 

  Series Hybrid stilling Rafafl + vélaraðstoð
  Mótorarnir knýja bílinn með rafmagni sem vélin myndar. Vélin myndar rafmagn þegar lítil hleðsla er eftir á rafgeyminum og til að auka afl við snögga hröðun eða akstur upp brekkur.

  Hybrid driving

  Hybrid (tvinn) akstur 

  Parallel Hybrid Mode: Rafafl + mótoraðstoð 
  Vélin knýr bílinn á háum hraða, (t.d. á miklum hraða við há vélarafköst) með aðstoð frá mótorum þegar þörf er á aukaafli.

  Regenerative braking level selector

  Valstöng fyrir endurnýtanlega hemlun

  Valstöngin, sem er föst við stýrið, býður upp á sex styrkstillingar á endurnýtanlegri hemlun. 
  * Nema þegar sjálfvirka hraðastillingin (ACC) er virk.

  ECO DRIVE SUPPORT KERFIÐ

  ECO Drive support system

  ECO einkunn

  ECO einkunnin (einkunn fyrir umhverfisvænan akstur) sem birtist á ECO upplýsingaskjánum veitir eiganda PHEV ánægju. Því ánægjulegri sem umhverfisvænn akstur er því meiri áhuga fær fólk á honum.

  ECO Drive support system

  ECO stilling

  ECO stillingin setur loftræstinguna í orkusparnaðarstillingu og dregur úr hröðun til að auka sparneytni.

  ECO Drive support system

  Góð ráð til að nota alla möguleika til að hámarka akstursánægju.

  HLEÐSLA

  Charging

  Hleðsla

  AUÐVELT AÐ HLAÐA HEIMA OG Á FERÐINNI
  Þú stingur OUTLANDER PHEV einfaldlega í samband við heimilisinnstungu til að hlaða akstursrafgeyminn. Venjuleg hleðsla næst á 5 klukkustundum* á meðan þú sefur, með hleðslutækinu í bílnum og hleðslusnúru. Eða þú getur notað hraðhleðslubúnað, sem er valbúnaður, til að hlaða 80% afli á aðeins 30 mínútum á rafhleðslustöðvum. Hleðslustaða birtist með áberandi hætti í mælaborðinu.
  * Með 230V/10A rafmagnsinnstungu. 6,5 klukkustundir með 230V/8A rafmagnsinnstungu.

  Quick charging

  Venjuleg hleðsla

  Þægilegt að hlaða heima.

  Quick charging

  Hraðhleðsla

  Á ferðalögum geturðu notað hraðhleðsluna til að spara tíma.

  Public charging

  Hleðslustöðvar

  Mánaðarlegar uppfærslur á CHAdeMO hleðslustöðvum í Evrópu má sjá á vefsíðunni                      http://www.chademo.com/wp/

 • Experience the power of gliding

  Upplifðu það að svífa í bílnum

  Hljóðlátari en allt sem hljóðlátt er. Óviðjafnanlega stöðugur. Nýr OUTLANDER PHEV veitir þá afslöppuðu tilfinningu að þú svífir yfir veginum – þökk sé tvinnmótor aldrifi og S-AWC. Þetta er afar gefandi tilfinning sem eykur ánægjuna af hverri ökuferð.

  MJÚK OG ÞRÁÐBEIN SVÖRUN

  Black leather

  Mjúk og þráðbein svörun

  Aðeins rafbíll með tvinnmótordrifi getur veitt svona mjúkt viðbragð og mjúka hröðun. Nýtískulegt, innbyggt stjórnkerfið veitir framúrskarandi þráðbeina stýringu og akstursgetu sem gerir þig að betri ökumanni. EV-byggt PHEV kerfið gerir þér kleift að aka að mestu á mótornum svo þú getur notið langra ferða í mjúkum akstri án óþægilegra hnykkja þegar skipt er um gír.

  Dark brown leather

  S-AWC (aldrifsstýring)

  Innbyggt stjórnkerfið, sem einungis er fáanlegt hjá Mitsubishi Motors, veitir ótrúlegt afl og stjórnun. Með því að stýra AYC (Active Yaw Control), ABS (Anti-lock braking system) og Active Stability Control (ASC) með Traction Control (TCL), gjörnýtast eiginleikar tvinnmótor aldrifsins án þess að draga úr öryggi, þægindum eða eldsneytissparnaði. Þegar þú vilt getur þú ýtt á láshnappinn fyrir aldrifið til að líkja eftir læsingu á mismunadrifinu og dreifa togkrafti jafnt til allra fjögurra hjólanna til að auka veggrip og stöðugleika.

  Twin motor 4WD

  Tvinnmótor með aldrifi (4WD)

  Aðskildir mótorar á fram- og afturöxlum skila einstaklega góðu viðbragði aldrifsins (4WD) með aldrifsstýringunni (S-AWC) sem tryggir stöðugan akstur og örugga stjórn á bílnum.

  4WD Lock switch

  4WD lásrofi

  Stillingin NORMAL hámarkar akstursafl að framan og aftan. Með því að nota hnappinn í gólfstokknum til að breyta yfir í aldrifslæsingu fæst betra veggrip, en aldrifslæsingin dreifir toginu og lágmarkar spól.

 • ÖRYGGISEIGINLEIKAR

  Technology for peace of mind

  Tækni sem róar hugann

  Þróaðir öryggiseiginleikar tryggja öruggan akstur í OUTLANDER PHEV. Þú ekur með meira sjálfstrausti þegar þú veist að þú og farþegar þínir njótið verndar sterkrar RISE yfirbyggingar og heildstæðs öryggisbúnaðar sem hefur unnið til verðlauna.

  Euro NCAP 5-Star

  Euro NCAP 5-Star

  OUTLANDER PHEV fékk 5 stjörnu einkunn hjá Euro NCAP árið 2013 og verðlaunin Euro NCAP Advanced árið 2013 (fyrir FCM kerfi).

  VIRKT ÖRYGGI

  Adaptive cruise control system (ACC)

  Sjálfvirkur hraðastillir (ACC)  
  1. Þegar enginn bíll er fyrir framan 
  Tilgreindum hraða viðhaldið jafnvel þó að ökumaðurinn stígi ekki á bensíngjöfina.

  Adaptive cruise control system (ACC)

  Sjálfvirkur hraðastillir (ACC)  
  2. Þegar bíll er fyrir framan 
  Fjarlægðinni sem þú hefur valið milli bílanna er viðhaldið.

  Adaptive cruise control system (ACC)

  Sjálfvirkur hraðastillir (ACC)  
  3. Bíll fyrir framan þig (hægir á sér/stoppar) 
  Þegar bíllinn fyrir framan hægir á sér eða stöðvar þá hægir ACC á þínum bíl.

     
  Adaptive cruise control system (ACC)

  Sjálfvirkur hraðastillir (ACC)  
  ACC mælir á fjölnota upplýsingaskjánum

  FCM-KERFI (DREGUR ÚR ÁREKSTRARHÖGGI AÐ FRAMAN)

   
  FORWARD COLLISION MITIGATION SYSTEM (FCM)

  Hjálpar til að koma í veg fyrir árekstur að framan eða dregur úr skaða ef árekstur er óumflýjanlegur.  

   Ath:  
  Greiningar- og stjórnmöguleikar ACC og FCM kerfanna eru einungis til viðbótar. Þú verður að aka gætilega og aldrei treysta eingöngu á þennan búnað í akstri. ACC og FCM virka ekki alltaf í sumum aðstæðum. Vinsamlega lestu notendahandbókina vel og gerðu þér grein fyrir þessum takmörkunum. ACC og FCM taka til starfa þegar bíll er fyrir framan þinn bíl. Þessum kerfum er ekki ætlað að greina mótorhjól eða gangandi vegfarendur en gera það stundum og virkjast við sumar aðstæður. Fáðu nánari upplýsingar um þetta hjá Heklu, söluaðila Mitsubishi á Íslandi.

  Danger of collision

  1. Árekstrarhætta 
  Viðvörun + hemlunaraðstoð

  High danger of collision

  2. Mikil árekstrarhætta 
  Viðvörun + sjálfvirk hemlun

  Extremely high danger of collision

  3. Afar mikil árekstrarhætta 
  Viðvörun + sterk sjálfvirk hemlun

  CM indication on multi-information display

  FCM mælir á fjölnota upplýsingaskjánum

  AKREINAVARI (LDW)

  LANE DEPARTURE WARNING (LDW)

  Gefur frá sér hljóðmerki og viðvörun ef bíllinn fer af sinni akrein þegar beygjuljós loga ekki.

  LDW indication on multi-information display

  LDW mælir á fjölnota upplýsingaskjánum

  Multi around monitor

  Margnota umhverfisskjár

  Útsýni úr myndavélum sem eru áfestar að framan, að aftan og á hliðunum (og veita þar á meðal útsýni að ofan) er hægt að birta í margskonar samsetningum til að sýna hvað er á blindsvæðunum og hjálpa þér að leggja á öruggari hátt.

  Ultrasonic misacceleration Mitigation System (UMS)

  UMS-kerfi (dregur úr mishröðun)

  Til að koma í veg fyrir árekstur þegar lagt er hljómar viðvörunarhljóð og viðvörun birtist á skjá ef fram- eða afturskynjarar greina nálæga hindrun. Mótor-úttaki er stýrt ef þú eykur skyndilega hraða fyrir slysni. 

  Stýring á mótor-úttaki virkjast: 
  Þegar ekið er á 0-10 km/klst. (ekki í N eða P stöðu) 
  Þegar hindrun/ökutæki er innan 4 metra. 
  Þegar stigið er of fast eða skyndilega á inngjöfina 
  Þegar ökumaður beygir ekki til að forðast hindrun/ökutæki

   
  AYC (Active yaw control)

  AYC-stöðugleikastýring

  Gefur bestu mögulegu afldreifingu að framan og aftan, byggt á upplýsingum skynjara við stýrishorn, ökuhraða, hemlun og beygju, til að tryggja kraftmikla hröðun við upphaf ferðar. Hún eykur líka beygjufimi í gegnum stöðugleikastýringu.

  ABS (Anti-lock braking system)

  ABS-kerfi

  Stýrir hemlunarkrafti til að koma í veg fyrir skrið sem getur orðið við skyndilega hemlun eða stýrislæsingu á hálum vegum. EBD stillir afturbremsur í samræmi við fjölda farþega í bílnum.

  *EBD (við stöðvunarfjarlægð)

  Active Stability Control(ASC)

  Stöðugleikastýring (ASC)

  Ef hjólin missa gripið á hálu yfirborði við beygju þá stillir ASC kerfið vélarúttakið sjálfkrafa og virkjar hemlunarafl í viðeigandi hjól til að viðhalda stjórnun og koma í veg fyrir skrið.

  Hill Start Assist (HSA)

  Hill Start Assist (Aðstoð við ræsingu í brekku)

  Ef ræsa þarf bílinn í brattri brekku kemur HSA-kerfið í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar hemlunum er sleppt með því að halda hemlunaraflinu í allt að tvær sekúndur þar til stigið er á bensíngjöfina.

  Auto Dimming Rear View Mirror

  Baksýnisspegill fyrir dag og nótt

  Þessi spegill dregur sjálfkrafa úr glýju frá aðalljósum bíla fyrir aftan þig svo skýr baksýn helst og aksturinn verður öruggari.

  ÓVIRKT ÖRYGGI

  7 SRS Airbags

  7 SRS loftpúðar

  Loftpúðar frammi í, hliðarloftpúðar, loftpúðatjöld og hnéloftpúðar fyrir ökumann, vernda þig og farþega þína við árekstur.

  RISE Body

  RISE yfirbygging

  Öryggi við árekstur eykst verulega með RISE (Reinforced Impact Safety Evolution) yfirbyggingu frá Mitsubishi Motors, sem dempar högg af árekstri og hlífir auk þess öllu stjórnrýminu.

 • MMCS

  MMCS (Mitsubishi Multi Communication System)

  MMCS (Mitsubishi Multi Communication System)

  Háskerpu snertiskjár gerir vegaleiðsögn einfalda og heldur þér upplýstum/upplýstri um umhverfisþætti eins og orkunotkun og aksturssvið. Skjárinn birtir líka bakútsýni þegar þú bakkar.

   

  BÚNAÐUR

   
  Keyless Operating System (KOS)

  Lyklalaust aðgengi (KOS)

  Þegar þú ert með lykilinn á þér getur þú ýtt á hnapp utan á framdyrunum eða afturhleranum til að læsa eða aflæsa öllum dyrum og afturhlera, og ýtt á aflrofann í stjórnrýminu til að ræsa Plug-in Hybrid EV kerfið.

  test

  Þægilegur akstur

  Velkominn í heim fullan af þægindum og friði. OUTLANDER PHEV er búinn þróuðum eiginleikum á borð við rafmagnshitara, sérstakan skjá og fjarstýringu sem tryggja að ökuferðin verður eins þægileg og hægt er.

  Electric heater

  Rafmagnshitari

  Rafmagnshitarinn notar rafmagnsvatnsdæluna til að dæla heitu vatni og hita upp farþegarýmið í bílnum jafnvel þó að vélin sé ekki í gangi; til dæmis þegar ekið er í alrafstillingu (EV). Þú getur því kveikt á henni snemma á morgnana eða seint á kvöldin án þess að angra nágrannana. Í mjög köldu veðri er hægt að nota rafmagnshitarann til að bæta við hitann sem kemur frá vélinni.

  Special PHEV display functions

  Sérstakar skjástillingar í PHEV

  Fjölnota upplýsingaskjárinn sýnir hina ýmsu virkni PHEV á skjám, þar á meðal er orkumælir og aksturssviðsvísir. Einnig er hægt að birta myndir úr bakkmyndavél.

     
  Heated steering wheel

  Upphitað stýri

  Upphitað stýri gerir aksturinn þægilegri í köldu veðri. Aflrofi þess er þægilega staðsettur á miðborðinu.

  Steering wheel mounted controls

  Stýringar festar á stýrið.

  Þægilegar hljóðkerfisstýringar og handfrjáls Bluetooth® símabúnaður og umhverfisskjár (með myndavélarhnappi) eru á stýrinu sem veita auðvelt aðgengi.

  Sunglass pocket

  Sólgleraugnavasi

  Þægilega staðsettur sólgleraugnavasi, auðvelt að opna og loka honum með því að ýta laust.

  Electric tailgate

  Rafstýrður afturhleri

  Afturhlerann er hægt að opna og loka sjálfvirkt með rofa nálægt ökumannssætinu.

  Convenient charging cable storage

  Geymsluhólf fyrir hleðslukapal

  Mjög heppilegt er að geyma hleðslukapalinn undir botninum í farangursrýminu.

  Bottle holders with push-open type lid

  Glasahaldarar með loki sem hægt er að ýta upp

  Hafðu lokið á þegar hann er ekki í notkun, það er snyrtilegra.

  Floor console box

  Mælastokkur í gólfi

  Lýsir upp með aðalljósum svo auðveldara sé að sjá innihald í myrkri.

  Heated windscreen

  Upphituð framrúða

  Hiti í framrúðum bræðir þoku og hélu af rúðum. Sýnileiki að framan er tryggður með ísvara í hitakerfi. (Aðeins útgáfur með LHD)