Outlander
 • 3 góðar ástæður
  1. Leiðandi í sparneytni og lágri kolefnislosun í útblæstri
  2. Fyrsta flokks gæði og rúmgott innanrými
  3. Þróaðir öryggiseiginleikar og áreiðanleiki
 • Outlander MY16:

  Loading

  Verð frá

  5.890.000 kr.

  Outlander Intense 2.2 Litre 4WD DI-D 6-speed automatic 7-seats

  Verð 5.890.000 kr.

  Excluding additional costs (price per model)

  0 PRODUCTS IN COMPARISON

  Close

  You Cannot Select More Than 5 Cars

Sjá meira
 • YFIRLIT YFIR ÖRYGGISÞÆTTI 

  ÞRÓAÐUR ÖRYGGISBÚNAÐUR 

   
  Safety overview

  Adaptive cruise control (ACC)
  Forward collision mitigation (FCM) 

  Öryggi þarf að vera í lagi til að maður geti notið kraftmikils akstur. Til að veita ökumönnum framúrskarandi vörn og þá hugarró sem þeir eiga skilið er nýr OUTLANDER búinn fjölbreytilegum öryggisbúnaði svo ökumaður hafi fulla stjórn öllum stundum. Ný árekstravörn veitir nýjum OUTLANDER þá möguleika að greina mögulegar hættur og grípa til forvirkra aðgerða. Þegar slys á sér stað er kerfi sjö SRS-loftpúða, þar á meðal hnépúðar fyrir ökumann, staðalbúnaður. 

  SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR (ACC) 

  FCM-KERFI (DREGUR ÚR ÁREKSTRARHÖGGI AÐ FRAMAN) 

   

  VIRK ÖRYGGISKERFI 

   
  Lane departure warning (LDW)

  Electronically controlled 4WD  LED headlamps with LED daytime running lamps 

  AKREINAVARI (LDW)

  Myndavél vaktar staðsetningu akreinalína fyrir framan bílinn. Skjátilkynning og viðvörunarhljóð vara ökumann við þegar bíllinn er að fara af akreininni. Stöðug virkni kerfisins er tryggð með myndavél í fremra glerinu sem gerir linsurnar móðuvarðar. 

  RAFKNÚIÐ ALDRIF (4WD)

  Rafdrifið aldrif (4WD) veitir ótrúlegan skriðkraft og stöðugleika, jafnvel í hinum erfiðustu vegleysum, í samvinnu við stöðugleikastýringuna (ASC). 
  Með akstursstillingavalinu (Drive Mode Selector) getur þú valið heppilegustu akstursstillinguna þegar hentar: 4WD ECO fyrir mestu sparneytnina, 4WD AUTO fyrir venjuleg akstursskilyrði, eða 4WD LOCK fyrir erfitt undirlag. 


  XENON-AÐALLJÓS MEÐ SÉRSTAKLEGA VÍÐU BIRTUSVIÐI

  Með því að nota vítt ljósgler eykst birtumagn til hliðanna, í samanburði við fyrri gerð OUTLANDER.

  Hill start assist (HSA) 

  Adjustable speeds limiter
  Reformed shape for the front pillar 

  HILL START ASSIST SYSTEM – HSA (AÐSTOÐ VIÐ AÐ TAKA AF STAÐ Í BREKKU)

  Ef ræsa þarf bílinn í brattri brekku kemur HSA-kerfið í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar hemlunum er sleppt, með því að viðhalda helmunaraflinu í allt að tvær sekúndur uns stigið er á bensíngjöfina.

  STILLANLEGUR HRAÐTAKMARKARI

  Hraðatakmarkarinn takmarkar hraða bílsins svo hann fari ekki fram úr þeim hraða sem hefur verið forstilltur (lágmarks stilltur hraði). Takmarkarinn viðheldur líka öruggum hraða niður vegahalla og við aðrar þær aðstæður þar sem hraði bílsins getur aukist án þess að það sé ætlun ökumannsins. Þegar ekki er hægt að viðhalda öruggum hraða hljómar hljóðmerki til viðvörunar.    

  ENDURHANNAÐUR FRAMRÚÐUSTAFUR

  Til að víkka útsýni út um framrúðuna hefur form stafsins meðfram framrúðunni, sem áður byrgði ökumanni sýn og lækkaði stöðu hliðarspeglanna, verið endurhannað. Þessi breyting hefur í för með sér skýrt útsýni að framan.

  Active stability control (ASC)

  ABS with EBD
  Elevated seats 

  STÖÐULEIKASTÝRING (ASC)

  Stöðugleikastýring (ASC) Mitsubishi er hönnuð til að auka stjórn á nýjum OUTLANDER í hálku. Hún tryggir stöðugleika og veggrip og skynjarar í bílnum greina undir eins og leiðrétta yfirstýringu (sem getur valdið spóli í örfáum tilvikum) eða undirstýringu (sem veldur því að bíllinn hrekkur út í kant í krappri beygju). Ef kerfið greinir hliðarrennsli á afturhjólinu er ytra framhjólinu bremsað til að mynda kraft sem hjálpar til við að snúa bílnum aftur í fyrri stöðu. Ef kerfið greinir hliðarrennsli á framhjólinu er innra afturhjólinu bremsað til að mynda kraft sem hjálpar til við að snúa bílnum aftur í fyrri stöðu. 

  ABS MEÐ EBD

  Nýr OUTLANDER er búinn stórum diskahemlum að framan og aftan fyrir framúrskarandi afköst við stöðvun. Til að auka enn frekar öryggi eru á meðal staðalbúnaðar ABS-hemlakerfi (Anti-lock Braking System), EBD (rafdrifin hemlunardreifing) og hemlunaraðstoð (Brake Assist). ABS-kerfið gerir þér kleift að stýra framhjá hindrunum um leið og þú bremsar. EBD getur látið hemlunaraflið sem streymir í hvert hjól vera breytilegt til að hámarka stöðvunarafl án þess að missa stjórn á bílnum.  Ef hemlunarkerfi í OUTLANDER greinir að hemlað sé í óðagoti, þannig að vænta má þess að árekstur sé yfirvofandi, þá virkjar hemlunaraðstoðin (Brake Assist System) sjálfkrafa hámarks hemlunarkraft.

  UPPHÆKKUÐ SÆTI

  Upphækkuð sæti og ákjósanleg staðsetning þeirra í nýjum OUTLANDER skapa gott útsýni hringinn í kringum bílinn, og auka þar með á öryggi ökumanns.

   

  ÖRYGGI 

   
  Immobiliser
   
  Brake override system  RISE (Reinforced impact safety evolution) body 

  RÆSIVÖRN

  Lykillinn flytur einkvæman kóða sem verður að passa við kóða sem er forritaður í stýrikerfi vélarinnar, til að vélin ræsist. Vélin ræsist ekki án slíks einkvæðs og vottaðs kóða; þetta er fyrirtaks þjófavörn. 

  BRAKE OVERRIDE SYSTEM (FORGANGUR HEMLUNAR YFIR INNGJÖF)

  Brake Override System gefur hemlun forgang yfir inngjöfina svo ökumaður getur stöðvað bílinn með hemlunum þó að inngjöfin sé föst niðri í gólfinu og bíllinn á fullum hraða. 

  *Fyrri gerðir sýndar  

  RISE (REINFORCED IMPACT SAFETY EVOLUTION) YFIRBYGGING

  RISE (Reinforced Impact Safety Evolution) er einstök yfirbygging frá Mitsubishi Motors sem eykur öryggi við árekstur. RISE er framgrind með miklum stífleika í kringum ökumannssvæði sem deyfir högg. Auk þess að auka það afl sem deyft er í vélarrúminu við árekstur að framan hefur stoðbandi verið bætt við botninn að framan til að koma í veg fyrir að stjórnrýmið aflagist við árekstur.

  Seven SRS airbags


   

  SJÖ SRS-LOFTPÚÐAR

  Alls sjö SRS-loftpúðar vernda ökumann og farþega í árekstri með því að taka af höggið sem kemur á framhliðina. Loftpúðakerfið inniheldur loftpúða frammi í, hliðarloftpúða, loftpúðatjöld og hnéloftpúða fyrir ökumann.

     


 • FYRSTA FLOKKS GÆÐI – YFIRLIT

  RÚMGOTT STJÓRNRÝMI 

   
  Premium quality

  Electric tailgate
  Seat arrangement & third row seats 

  Opnaðu dyrnar að nýjum OUTLANDER og stígðu inn í umhverfi sem er gegnsýrt þægindum. Hér eru gæði í hverjum þræði enda hefur verið nostrað við hvert smáatriði; allt vitnar um áherslu hönnuða Mitsubishi á að skapa lúxusupplifun fyrir jafnt ökumann sem farþega. En innanrýmið er ekki bara notalegt og aðlaðandi heldur má finna hér ýmsa hagnýta notkunarmöguleika og virkni, eins og t.d. tveggja svæða loftræstingu og sæti sem stilla má að vild svo ökuferðin verði ávallt þægileg, hvort sem hún er löng eða stutt. Rafdrifinn afturhleri og lyklalaus opnun auka enn á þægindi ökumanns. Þín bíður hrein og tær akstursánægja í nýjum OUTLANDER.

  RAFDRIFINN AFTURHLERI

  Rafræn virkni við sjálfvirka opnun og lokun. Aðgerðina er líka hægt að framkvæma úr ökumannssætinu með því að ýta á rofa, svo hægt er að loka og opna afturhlerann á þægilegan hátt án þess að stíga út úr bílnum. 

  SÆTASKIPULAG OG ÞRIÐJA SÆTARÖÐ

  Hægt er að breyta fyrirkomulagi annarrar og þriðju sætaraðar í OUTLANDER. Því er hægt að nýta innanrýmið á hagkvæman hátt í samræmi við fjölda farþega og magn farangurs hverju sinni. Það er einfaldlega hægt að ýta annarri sætaröðinni að þriðju röðinni sem gerir aðgengi auðvelt.

     

  GÆÐI INNANRÝMIS 

  Underfloor storage

  Cargo capacity
  Premium interior texture 

  GEYMSLURÝMI UNDIR GÓLFI

  Ólíkt fyrri gerðum OUTLANDER er þriðja sætaröðin ekki geymd undir gólfinu. Þetta gerir kleift að koma fyrir farangursplötu og auka þar með geymslurýmið.

  FARANGURSPLÁSS

  Hægt er að stækka farangursrými um 335 millimetra með því að fella fram setu og sætisbök annarrar sætaraðar og búa þannig til flatt og djúpt farangurspláss.

  GÆÐAEFNI Í INNANRÝMI

  Nýr OUTLANDER býður aukin þægindi. Ennfremur veldur sveigjanlegt sætafyrirkomulag því að hægt er laga bílinn að breytilegum fjölda farþega og breytilegu magni farangurs.

  Premium seat comfort

  Advanced quitness  Dual-zone automatic air-conditioning 

  FYRSTA FLOKKS SÆTAÞÆGINDI

  Hliðarhluti sætisbaksins hefur verið stækkaður til að auka við stuðning. Auk þess hefur höfuðpúðinn verið stækkaður upp í 40 mm og vörn gegn hálsáverkum aukin.

  ENNÞÁ HLJÓÐLÁTARI

  Við smíði OUTLANDER hefur sérstaklega verið hugað að því að vélin sé hljóðlát en í bílum eru það vélarnar sem eiga mestan þátt í titringi og hávaða. Nýlega aðlöguð pendúllaga vélasamstæðan tekur við áfram/afturábak sveifluhreyfingum vélarinnar, og dregur með því stórlega úr titringi og hávaða. OUTLANDER hefur líka endurbætt form A-laga stafs meðfram framrúðu, hliðarspegla og þéttilista, en þetta eru íhlutir sem valda vindhávaða. Auk þess hefur mælaborði, gólfteppi og loftklæðningu verið breytt með það í huga að draga úr hávaða. Bíllinn hefur verið gerður enn hljóðlátari með fínstillingu á fjöðrum og dekkjum í þá átt að draga úr hávaða frá undirlaginu.

  TVEGGJA SVÆÐA SJÁLFVIRK LOFTRÆSTING

  Í nýjum OUTLANDER er sjálfvirk loftræsting sem gerir kleift að hafa sitthvora hitastillinguna í ökumannsæti og farþegasæti. Hægt er að viðhalda þægilegu hitastigi öllum stundum í samræmi við þarfir hvers og eins. 

   

  GÆÐI YTRA BYRÐIS 

   
  Tilt & telescoping steering
  Wide and stable appearance

  Alloy wheels & cover

  HALLASTÝRI OG INN- OG ÚTDRAGANLEGT STÝRI

  Til viðbótar við hallastýringu er nú líka hægt að draga stýrið inn og út. Þetta auðveldar að velja rétta ökustöðu.

  BREIÐLEITUR OG STÖÐUGUR

  Breiðleit og traust ásýnd er löðuð fram með grilli sem er í lögun eins og skakkur ferhyrningur og staftákninu sem innleitt er úr hönnun eldri jepplinga frá Mitsubishi, en á bakhliðinni er eitt staftákn ofarlega, sem gefur breiðleita áferð og vekur tilfinningu fyrir viðbragðshæfni og tignarleika.

  ÁLFELGUR OG HLÍFAR

  Álfelgur með fyrsta flokks frágangi gefa OUTLANDER hörkulegt og sportlegt útlit, en umfram allt gott veggrip á alls konar undirlagi.  


 • NÝLEGA ÞRÓAÐAR VÉLAR 

   

  RAFSTÝRT ALDRIF (4WD) 

  2.2 DI-D engine 2.0 MIVEC engine
  Electronically controled 4WD 

  2.2 DI-D VÉL

  Þessi 2,2 lítra vél skilar frábærum afköstum og einstakri sparneytni í eldsneytisnotkun. Hún skilar 150PS á 3500 sn. og 380Nm togi á 250 sn í 6MT gerðinni, eða 150PS á 3500 sn. og 360Nm á 2750 sn. í 6AT gerðinni.

  2.0 MIVEC VÉL

  Nýja 2,2 lítra vélin skilar hljóðlátari og skilvirkari akstri með hámarksaflinu 150PS á 6000 sn. og hámarkstoginu 195Nm á 4200 sn.  MIVEC-tæknin stuðlar að umhverfisvænni akstri með því að minnka vélarþunga og auk eldsneytissparnað.


  Aldrifið í nýjum OUTLANDER veitir gott veggrip og örugga stjórn á bílnum við öll akstursskilyrði og hnappurinn í mælastokknum í gólfinu gerir þér kleift að velja hratt og örugglega viðeigandi akstursstillingu.

  GÍRSKIPTISVEIFAR  

     
  Shift paddles


  Í OUTLANDER með CVT eða 6AT gírskiptingu eru skiptisveifar á stýrinu sem gera þér kleift að skipta um gír án þess að taka hendur af stýrinu; þetta veitir sportlega tilfinningu og er mjög þægilegt.  
 • HAGNÝT VIRKNI

     
  Steering wheel with remote control switches
  USB port & accessory 12V socket
  Rearview monitor/camera

  STÝRI MEÐ FJARSTÝRINGARROFUM

  Útbúið rofum sem gera þér kleift að stýra hljóð- og leiðsagnarkerfi án þess að taka hendur af stýrinu. Með því að ýta á raddskipunarhnappinn (voice-command) í innbyggðu Bluetooth viðmótinu getur þú stýrt ytri tækjum með röddinni eða talað í símann handfrjálst.  

  Ath.: Bluetooth er vörumerki Bluetooth SIG Inc  

  USB-TENGI

  USB-tengi gerir þér kleift að tengja ferðaspilarann og njóta allrar þinnar tónlistar í mestu hljómgæðum.  
   

  BAKKSKJÁR / BAKKMYNDAVÉL

  Skjárinn birtir línur sem sýna nokkurn veginn bakkleiðina fyrir bílinn 

 • NÝ HÖNNUN

   
  The Outlander's Embodiment of Dynamic Shield Rear Design

  HÖNNUN AÐ FRAMAN

  OUTLANDER

  HÖNNUN AÐ AFTAN


  A Design that Only Outlander Can Pull Off

  HÖNNUN SEM AÐEINS OUTLANDER GETUR BORIР

  HÖNNUN FYRIR BORGAR AKSTUR 

  HÖNNUN FYRIR ERFIÐAR AÐSTÆÐUR