Pajero
 • 5 GÓÐAR ÁSTÆÐUR
  1. Tilkomumikið útlit
  2. Stílhreinn og rúmgóður
  3. Afl og afköst
  4. Styrkt yfirbygging
  5. Stjórn á öllum hjólum
 • Pajero MY15:

  Loading

  Verð frá

  8.490.000 kr.

  Pajero Instyle 3.2 Litre DI-D 5-speed automatic

  Verð 8.490.000 kr.

  Excluding additional costs (price per model)

  0 PRODUCTS IN COMPARISON

  Close

  You Cannot Select More Than 5 Cars

Sjá meira
 • YTRA ÚTLIT

     
  DESIGN-8

  DESIGN-9  DESIGN-6 

  ÞAKBOGAR

  Í rúmgóðu innanrými Pajero er nóg pláss til að hreyfa sig og færa til hluti. 5-dyra Instyle útgáfan hefur til að bera straumlínulagaða þakboga sem geta borið allt að 100 kg kíló aukalega af farangri sem kemur sér vel ef þú vilt flytja með þér reiðhjól og íþróttabúnað. 

  AUKAHJÓL

  Í rúmgóðu innanrými Pajero er nóg pláss til að hreyfa sig og færa til hluti. 5-dyra Instyle útgáfan hefur til að bera straumlínulagaða þakboga sem geta borið allt að 100 kg kíló aukalega af farangri sem kemur sér vel ef þú vilt flytja með þér reiðhjól og íþróttabúnað. 

  HLIÐARSPEGLAR

  Í rúmgóðu innanrými Pajero er nóg pláss til að hreyfa sig og færa til hluti. 5-dyra Instyle útgáfan hefur til að bera straumlínulagaða þakboga sem geta borið allt að 100 kg kíló aukalega af farangri sem kemur sér vel ef þú vilt flytja með þér reiðhjól og íþróttabúnað. 

 •  EURO5B

  AKSTURSGETA Á VEGUM OG UTANVEGA

   
  euro-b.jpg

  TECHNOLOGY-1 TECHNOLOGY-2

  EURO5B

  Pajero uppfyllir Euro 5b staðalinn um mengun sem ESB hefur sett varðandi útblásur dísel- og bensínvéla. Vélar sem uppfylla Euro 5b munu hjálpa til að draga úr losun nítrógen oxíðs (NOx) og efnisagna út í andrúmsloftið sem skapar alvarleg heilbrigðis- og umhverfisvandamál. 


  STJÓRN Á ÖLLUM HJÓLUM

  Til að veita örugga stjórn á bílnum, jafnt á vegum sem í hinum erfiðustu vegleysum, er Pajero gæddur AWC-drifi (All Wheel Control) sem felur í sér stjórn á öllum hjólum. Þetta kerfi sameinar Super Select aldrif með stöðugleikastýringu og skriðvörn (Traction Control). AWC veitir ótrúlegt grip og stýringu. Þú velur einfaldlega heppilegustu stillinguna á gírskiptiplötunni og þá breytir Pajero drifrásinni svo hún skilar öruggri stýringu við hin erfiðustu akstursskilyrði.  

  SUPER SELECT ALDRIF (SS4-II)

  SS4-II er tilkomumesta og fágaðasta aldrifskerfi sem nokkurn tíma hefur verið þróað. Þetta aldrif gerir þér kleift breyta úr hinu sparneytna tveggja hjóla drifi yfir í aldrif við allt upp í 100 km hraða á klst. – kjörið þegar vegurinn undir bílnum verður skyndilega háll. Þegar aksturinn verður erfiðari getur þú læst miðlæga mismunadrifinu þannig að afli sé veitt með jöfnum hætti til beggja öxla og veggrip hámarkað.

  Fyrir hámarksakstursgetu í vegleysum er hægt að velja lágt gírhlutfall sem tvöfaldar vélarhemlun í hvaða gír sem er og veitir Pajero nægilega lágan gír til að takast á við mikinn halla, þykkan snjó eða mikla leðju. Super Select aldrif færir þér það besta úr öllum heimum. 


  AFL OG AFKÖST 


  TECHNOLOGY-4 TECHNOLOGY-3 

  DRÁTTARKRAFTUR

  Pajero er nógu sterkur og aflmikill til að draga allt að 3.500 kg þungan eftirvagn auðveldlega, jafnvel á slæmum vegi. (Fyrir 18" felgur)

  3,2-LÍTRA DI-D

  Þessi þróaða 3,2-lítra díselvél með beinni innspýtingu (DI-D) og Common Rail veitir Pajero afl til að fara hvert sem er, hratt, mjúklega og hljóðlega, og er fáanleg með beinskiptingu eða sjálfskiptingu. Díselagnasía lækkar mengun í útblæstri umtalsvert.

  HÁÞRÓUÐ FJÖÐRUN FYRIR HVERT HJÓL

  Tvöföld klofspyrnufjöðrun að framan og fjölliða afturöxull, þar sem hver liður er með gormi, tryggir að hvert hjól hreyfist óháð hjólinu andspænis á öxlinum. Þetta tryggir mjúkan og þægilegan akstur og örugga stýringu á hvaða undirlagi sem er. Endurbættar fjöðrunarstillingar í Pajero draga ekki bara úr veltingi heldur stuðla líka að öruggari akstri án þess að draga úr skemmtigildi akstursins.                      

  pajero-engine.jpg
      
 • ÖRYGGI

  XENON (HID) AÐALLJÓSKER 

  ASTC MEÐ HEMLUNARAÐSTOÐ (BAC) 

  SAFETY-4
   
  SAFETY-1  SAFETY-7 

  Styrkt skellaga yfirbygging Pajero, með innbyggðri grind, er afar stíf, með krumpusvæðum í kringum vélina til að gleypa höggorku í árekstrum og tryggja að allir séu öryggir og upplifi sig örugga. 

  Björt Xenon (HID) aðalljósker veita aukna birtu og efla sýnileika; í þeim eru ljósasprautur og sjálfvirk hæðarstilling. Sjálfdimmandi baksýnisspegill dregur úr glýju frá aðalljósum fyrir aftan þig.

  Stöðugleikastýring og skriðstýring í Pajero eru af nýjustu og bestu gerð. Kerfin dreifa vélarafli til hvers hjóls fyrir sig í beygjum til að veita framúrskarandi stöðugleika. Þau viðhalda líka ákjósanlegu veggripi í öllum aðstæðum, bæði á vegum og í vegleysum. ASTC kemur í veg fyrir að dekkin spóli í hálku og lágmarkar skrikhættu sem skapast vegna of mikillar hröðunar í beygjum.

  Hemlunaraðstoðin eykur hemlunarþrýsting þegar kerfið greinir að hemlað er í óðgagoti og hjálpar til við hraðari og öruggari hemlun við neyðaraðstæður. 

  Brake Override System gefur hemlunum forgang yfir inngjöfina svo ökumaður getur stöðvað bílinn með hemlunum þó að inngjöfin sé föst niðri í gólfinu og bíllinn á fullum hraða.  

  FJÖLVALS ABS MEÐ EBD


   
  SAFETY-5  pajero-airbag.jpg
   


  ABS-kerfið í Pajero með rafrænni hemlunaraflsdreifingu (EBD-kerfi) tryggir jafna og skilvirka dreifingu á hemlunarafli í hvert hjól fyrir sig, alveg óháð því hve margt fólk er í bílnum, hver sem farangurinn er og við hvaða vegaskilyrði sem er. Þetta veitir þér hámarks hemlunarafl og stöðugleika í akstri. 

  LOFTPÚÐAR

  Loftpúðar frammi í, hliðarloftpúðar, loftpúðatjöld og hnéloftpúðar fyrir ökumann, vernda þig og farþega þína við árekstur.