Eclipse Cross
 • Eclipse Cross MY18:

  Loading

  Verð frá

  4.090.000 kr.

  Eclipse Cross Invite 1.5 lítra 16-valve DOHC MIVEC Turbocharged 2WD 6 gíra beinskiptur (INF/INV)

  Verð 4.090.000 kr.

  Excluding additional costs (price per model)

  0 PRODUCTS IN COMPARISON

  Close

  You Cannot Select More Than 5 Cars

 • Bæklingar

 • UPPLIFÐU SPENNUNA


  Bíllinn er rennilegur eins og tveggja dyra sportbíll en þó leynir sér ekki hvað hann er – jeppi frá Mitsubishi Motors. Þróttmikið ytra byrði með hvössum útlínum lýsir vel íþróttamannslegum sprengikraftinum, allt frá sportlegri framhliðinni til hátæknilegra afturljósanna. Allt kemur þetta saman í sterku yfirbragði sem kallar á ævintýraleiðangra.

  YTRA BYRÐI

  DYNAMIC SHIELD

  Rear Design

  Tilbúinn í allt

  Djarflegar línur. Útvíð aurbretti. Skarplega mótaður fleygur minnir á íþróttamann sem er þess albúinn að spretta upp frá rásmarkinu. ECLIPSE CROSS æðir af stað og þeir sem eftir standa geta aðeins dáðst að skarplega hallandi afturrúðunni.

  INNANRÝMI

  Shark Fin Type Antenna

  Fjör á hverjum fingri

  Sportlegt, nostursamlega smíðað innanrými fær hjartað til að slá örar og eykur ánægjuna. Sérhvert smáatriði er hannað til að færa þér aukna meðvitund og fullkomna stjórn. Aksturinn einkennist af eðlisávísun og bíllinn bregst við hverri skipun með beinum og skýrum hætti.

  Rear Design

  Sjónlínuskjár

  Sjónlínuskjárinn birtir upplýsingar úr bílnum í lit fyrir ofan mælana, til að auðvelda aflestur. Þú getur stillt birtustig skjámyndarinnar og hæð skjásins að eigin óskum og í samræmi við tíma dagsins. Myndvarpinn gengur fram eða dregst inn þegar bíllinn er ræstur eða drepið er á honum.

    Rear Design

  Vindskeið á afturhlera

  Tvöfaldur afturhleri tryggir frábært útsýni aftur fyrir bílinn, með lágmarkstruflun frá hæðarstillanlegu höfuðpúðunum í aftursætinu, sem eru sérhannaðir til að vera lágreistir, en tryggja þó þægilegan höfuðstuðning.

  SÆTISÁKLÆÐI

  Rear Design

  Staðlað áklæðaefni

  Athugaðu: Leðursætin eru með gervileðri á hliðum, á bakhlið og að hluta á setsvæðum og höfuðpúðum (einnig á hliðum á armbríkum í miðjunni í aftursæti, á armbríkum við dyr, dyraklæðningum o.s.frv.).

  Rear Design

  Hágæðaáklæði með silfruðum saumum

  Athugaðu: Leðursætin eru með gervileðri á hliðum, á bakhlið og að hluta á setsvæðum og höfuðpúðum (einnig á hliðum á armbríkum í miðjunni í aftursæti, á armbríkum við dyr, dyraklæðningum o.s.frv.).

  Rear Design

  Leður með appelsínugulum saumum

  Athugaðu: Leðursætin eru með gervileðri á hliðum, á bakhlið og að hluta á setsvæðum og höfuðpúðum (einnig á hliðum á armbríkum í miðjunni í aftursæti, á armbríkum við dyr, dyraklæðningum o.s.frv.).

 • SKJÁ- OG HLJÓÐKERFI MEÐ TENGINGU VIÐ SNJALLSÍMA (SDA)

  Víkkaðu sjóndeildarhringinn með tengingu við snjallsíma

  Rear seat adjustment

  Farðu hvert sem þig lystir, hvenær sem þig lystir. Uppgötvaðu ótroðnar slóðir og spennandi tónlist. Skjá- og hljóðkerfi með tengingu við snjallsíma (SDA) opnar þér leiðina að slíkum stundum. Þú stjórnar kortastillingum, tónlistarspilun og símtölum með raddskipunum og gerir aksturinn þannig ánægjulegri og öruggari.

  ANDROID AUTO™

  Slender side sills

  Android Auto™

  Með því að tengja Android™-snjallsímann þinn við skjá- og hljóðkerfið getur þú stjórnað uppáhaldsforritunum þínum með raddskipunum og einbeitt þér um leið að akstrinum án þess að draga úr örygginu. Frekari upplýsingar er að finna á www.android.com/auto/ 

  Athugaðu: Google, Android, Android Auto, Google Play, merki YouTube og önnur merki eru vörumerki Google Inc. 

  Make all the right moves in relaxed comfort

  Kort

  Nú þarftu ekki framar að uppfæra GPS-kortin þín. Með rauntímaupplýsingum um akstursskilyrði og kortum sem uppfærast sjálfkrafa þarftu aldrei að villast aftur.

    Make all the right moves in relaxed comfort

  Sími

  Þú getur bæði hringt og sótt talskilaboð í símann handfrjálst.


  Slender side sills

  Skilaboð

  Láttu lesa skilaboðin upp fyrir þig eða skrifaðu og sendu skilaboð, allt gegnum raddskipanir.

   
  Make all the right moves in relaxed comfort

  Tónlist

  Uppgötvaðu nýja tónlist og settu saman þinn eigin spilunarlista. Það er lítið mál því þú færð aðgang að 40 milljón lögum í Google Play Music. Það hefur aldrei verið skemmtilegra að búa sig undir ökuferð! 


  Make all the right moves in relaxed comfort

  Raddstýring

  Haltu hnappinum á stýrinu niðri, eða segðu einfaldlega: „OK Google.“ Nýjasta raddstýringartæknin er til reiðu til að auðvelda þér lífið.


  Slender side sills

  Forrit

  Það er leikur einn að nota uppáhaldsforritin þín, svo sem WhatsApp, Spotify og mörg fleiri. Listinn yfir samhæf forrit lengist dag frá degi.


  APPLE CARPLAY

  Slender side sills

  Apple CarPlay

  Með því að tengja iPhone við skjá- og hljóðkerfið geturðu auðveldlega stjórnað kortum, tónlist, símtölum, skilaboðum og ýmsu öðru, með aðstoð frá Siri. Skjá- og hljóðkerfið gerir þér kleift að gera allt sem þú vilt í iPhone, vandræðalaust og á vegum úti. Frekari upplýsingar er að finna á www.apple.com/ios/carplay/ 

    Athugaðu: iPhone, Siri og Apple CarPlay eru vörumerki Apple Inc., skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. 

  Make all the right moves in relaxed comfort

  Maps

  Notaðu Apple Maps til að velja áfangastaðinn. Þú getur líka leitað að veitingastöðum í grenndinni, næsta bílastæði og öðru í þeim dúr, eða reiknað út tíma sem þarf fyrir sendiferðir.

    Make all the right moves in relaxed comfort

  Phone

  Þú biður bara Siri að hringja fyrir þig og athuga skilaboðin.


  Slender side sills

  Skilaboð

  Láttu Siri um að lesa upp skilaboðin þín, svara þeim og senda og þá getur þú haft hugann við aksturinn. 


  Make all the right moves in relaxed comfort

  Tónlist

  Segðu Siri hvað tónlistarmaðurinn eða lagið heitir og hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína úr Apple Music eða öðrum tónlistarforritum. 


  Make all the right moves in relaxed comfort

  Siri

  Þú þarft bara að halda hnappinum á stýrinu niðri til að hóa í Siri. Biddu Siri að spila tónlist eða finna næstu bensínstöð (á ensku) ... hún er fullkominn ferðafélagi þegar þú skreppur í ökuferð. 


  Slender side sills

  Forrit

  Þú getur notað margs konar hljóðspilunarforrit, skilaboðaforrit og raddstýringarforrit með Apple CarPlay. Þú getur líka endurraðað táknunum samkvæmt stillingunum í iPhone.


  STJÓRNBÚNAÐUR Á SNERTISKJÁ

  Slender side sills


  Með stjórnbúnaði á snertiskjá er leikur einn að stjórna skjá- og hljóðkerfi með tengingu við snjallsíma. Kerfið er byggt á samskiptum manns og vélbúnaðar og er einnig í boði fyrir Apple CarPlay. (Android Auto er ekki í boði.)

  Make all the right moves in relaxed comfort


  Bendill: Dragðu með einum fingri 
  Velja: Ýttu með einum fingri

  Make all the right moves in relaxed comfort


  Hljóðstyrkur: Strjúktu tveimur fingrum létt upp/niður á við 
  Útvarpsstöð valin: Strjúktu tveimur fingrum létt til vinstri/hægri


  SJÓNLÍNUSKJÁR

  Slender side sills


  Sjónlínuskjárinn birtir upplýsingar úr bílnum í lit fyrir ofan mælana, til að auðvelda aflestur. Þú getur stillt birtustig skjámyndarinnar og hæð skjásins að eigin óskum og í samræmi við tíma dagsins. Myndvarpinn gengur fram eða dregst inn þegar bíllinn er ræstur eða drepið er á honum.

  MARGMIÐLUNARKERFI MITSUBISHI (MMCS)

  Slender side sills

  Margmiðlunarkerfi Mitsubishi (MMCS)

  Þessi miðlægi og breiði VGA-snertiskjár auðveldar þér að finna réttu leiðina og sendir þér skýrar upplýsingar úr ECO-kerfinu, svo sem um eldsneytisnotkun og akstursdrægi. Skjárinn birtir einnig skjámyndina úr bakkmyndavélinni í hvert sinn sem þú bakkar bílnum, til að auðvelda þér verkið. 

  Athugaðu: Upplýsingarnar sem birtast eru mismunandi eftir gerð bílvélarinnar. Sumar aðgerðir eru hugsanlega ekki í boði, allt eftir gerð snjallsímans eða tónlistarspilarans. Frekari upplýsingar má fá hjá sölu- eða dreifingaraðila Mitsubishi Motors á þínu svæði. 

  Make all the right moves in relaxed comfort

  Breiður VGA-skjár

  Sýnir upplýsingar í mikilli upplausn til að auðvelda aflestur. 

  Make all the right moves in relaxed comfort

  Kortayfirlit í þrívídd

  Birtir kennileiti í þrívídd í „polygon“-útfærslu á borgarkortum. 

  Slender side sills

  Hljómgæðastýring

  Styður handhæga og einfalda stillingu hinna ýmsu hljóðstillinga.  Make all the right moves in relaxed comfort

  Upplýsingar um ECO-aðgerðir

  ECO-stigagjöfin þín og aðrar upplýsingar um ECO-aðgerðir eru birtar.


  Make all the right moves in relaxed comfort

  Tvískiptur skjár

  Birtir samtímis upplýsingar úr kortum, upplýsingar um hljómtæki og margt fleira, allt á einum og sama skjánum. 


  Slender side sills

  Leiðsögukerfi á mælaskjá

  Ráðleggingar um akstursstefnu og fjarlægð auka öryggi í akstri.


  ROCKFORD FOSGATE® PREMIUM-HLJÓÐKERFI


  USB PORT

  Slender side sills Make all the right moves in relaxed comfort Make all the right moves in relaxed comfort

  Rockford Fosgate® Premium-hljóðkerfi

   Leyfðu þér að njóta stórkostlegra hljómgæðanna í nýja hljóðkerfinu sem við höfum þróað í samstarfi við Rockford Corporation. Níu hátalarar umlykja þig og senda frá sér magnaðan DTS Neural Surround™-hljóm.

  1: 3,5 mm mjúkur, kúlulaga hátalari / 2: 16 cm pressumótaður keiluhátalari / 3: 16 cm tvöfaldur samása keiluhátalari / 4: 25 cm bassahátalari með tvöfaldri hljóðspólu / 5: 710 W 8 rása öflugur magnari 

  Athugaðu: Rockford Fosgate® og tengd lógó eru skráð vörumerki Rockford Corporation í Bandaríkjunum og öðrum löndum. DTS Neural Surround™ er vörumerki DTS, Inc.

  USB-TENGI

  Tengið er staðsett á þægilegum stað, rétt hjá gírstönginni, sem auðveldar aðgengi úr báðum framsætum. 

 • S-AWC (SUPER-ALL WHEEL CONTROL) – SAMÞÆTT STÝRING Á ÖLLUM AKSTURSEIGINLEIKUM


  AUTO mode

    S-AWC færir þér aukið sjálfstraust, sama hvert ekið er, með því að samþætta rafeindastýrt fjórhjóladrif og einkaleyfavarið stjórnkerfi Mitsubishi Motors, Active Yaw Control (AYC), eða „virka veltikerfið“, sem nýtir sér hemlun til að dreifa toginu með sem hagkvæmustum hætti til vinstri og hægri hjóla. Jafnvel þótt þú hemlir óvart eða akir of hratt um snævi þakta beygju heldur þú fullri stjórn á bílnum án þess að beita viðbótarafli á stýrið, því S-AWC greinir vegaaðstæður í rauntíma og beitir réttu hemluninni hverju sinni, auk þess sem kerfið virkjar mismunadrifið að aftan til að bæta frammistöðu bílsins á veginum. Gaumljós á mælaborðinu upplýsir þig um stöðu S-AWC-kerfisins hverju sinni. Þú getur valið sjálfvirka akstursstillingu, snjóstillingu eða malarstillingu, allt eftir ástandi vegar hverju sinni, til að hámarka nákvæmni í beygjum, stöðugleika í beinum akstri og öryggi við akstur í hálku.
  AUTO mode

  Sjálfvirk stilling

  Tryggir traust fjórhjóladrif við margs konar kringumstæður.

  SNOW mode

  Snjóstilling

  Eykur stöðugleika á hálum vegum og er sérhönnuð fyrir snævi þakta vegi.

  GRAVEL mode

  Malarstilling

  Skilar afburða akstri á torfærum vegum og hjálpar þér að komast hjá því að festast.

  VIÐBRAGÐSFLJÓT HRÖÐUN. ENN MEIRA AFL ÚR HVERJUM DROPA AF ELDSNEYTI.

  SNOW mode

  1,5 L BEIN INNSPÝTING MEÐ BENSÍNVÉL MEÐ HVERFILFORÞJÖPPU

  1.5L direct-injection turbocharged petrol engine

  1,5 l bein innspýting með bensínvél með hverfilforþjöppu

  Vélin hefur verið smækkuð til að auka skilvirkni og er með hverfilforþjöppu sem skilar öflugu togi á litlum hraða upp í meðalhraða, auk tafarlausrar hröðunar hvenær sem þér hentar. Þessi gífurlega viðbragðsfljóta vél nýtur góðs af beinni innspýtingu eldsneytis, strokkloki sem er sambyggt í útblástursgreinina, natríumfylltum útblástursventlum, MIVEC (Mitsubishi Innovative Valve timing Electronic Control system), og margs konar öðrum eiginleikum.

  INVECS-III CVT and 6 MT

  INVECS-III stiglaus gírskipting og 6 gíra beinskipting

  Framúrskarandi stiglaus gírskipting skilar snurðulausri, öflugri hröðun og óviðjafnanlegri sparneytni, með nýrri þrepastýringu gíra sem gefur akstrinum skemmtilegt yfirbragð. Ný og fislétt sex gíra beinskipting er einnig í boði.

    Auto Stop & Go [AS&G]

  Auto Stop & Go [AS&G]

  Sjálfvirk stöðvun og ræsing, eða Auto Stop & Go (AS&G), minnkar eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings með því að drepa sjálfkrafa á vélinni þegar bíllinn er kyrrstæður, svo sem þegar beðið er við umferðarljós. Vélin fer aftur í gang um leið og fóturinn er tekinn af hemlafótstiginu (gerð með stiglausri gírskiptingu) eða stigið er á kúplinguna (beinskipt gerð). 
  Athugaðu: Ef kveikt er á sjálfvirkri haldstöðu hemla (Brake Auto Hold) verður áfram slökkt á vélinni þar til ýtt er á inngjöfina.

  Cruise control

  Sýndu alla réttu taktana, þægilega og áreynslulaust

  Stýringin er stöðug, einföld og fyrirsjáanleg. Þú segir bara til og ECLIPSE CROSS tekur stefnuna þangað, af óskeikulli nákvæmni og þokka, með hárnákvæmri fjöðrun, lipurri stýringu og einstökum stífleika í undirvagni – þar sem punktsuða, límingartækni og dráttarbeisli yfir vélinni gera hann enn traustari. Farþegar í bílnum munu enn fremur njóta hverrar bílferðar, sama hvert ekið er og á hvernig vegum, enda þægindin einstök.

    Cruise control

  Stífir hlutar yfirbyggingar

  Líming yfirbyggingar á dyrum og afturhlera eykur stífleika í tengingum hluta yfirbyggingarinnar.
     
  *Myndum er eingöngu ætlað að vera til skýringar.

 • Varnarkerfi vegna ákeyrslu [FCM]

  Dregur úr hættu á ákeyrslu eða minnkar tjón ef ekki reynist hægt að forða ákeyrslu. Bregst við bílum og gangandi vegfarendum í vegi fyrir bílnum með viðvörun frá myndavél og laserratsjá.

  Forward Collision Mitigation System

  Twin motor 4WD

  Danger of collision
  Danger of collision
  Danger of collision


  Athugaðu: Greiningar- og stýringargetu varnarkerfisins vegna ákeyrslu (FCM-kerfisins) er aðeins ætlað að vera viðbót við annan grunnbúnað bílsins og forðar ekki undantekningalaust ákeyrslu. Sýndu því ævinlega fyllstu aðgát við akstur og treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn. FCM-kerfið verður virkt þegar það er annað ökutæki beint fyrir framan þitt ökutæki. FCM-kerfið er einnig hannað til að greina gangandi vegfarendur, en við tilteknar aðstæður er hugsanlegt að kerfið greini ekki gangandi fólk eða fari í gang. Sjálfvirk hemlun verður virk ef kerfið greinir bíl fyrir framan þinn bíl, þegar ekið er á hraða frá u.þ.b. 5 km/klst. upp í 80 km/klst. (frá u.þ.b. 5 km/klst. upp í 180 km/klst. ef bíllinn er búinn sjálfvirkum hraðastilli), og greinir gangandi vegfaranda fyrir framan bílinn ef ekið er á hraða frá u.þ.b. 5 km/klst. upp í 65 km/klst. Þar sem FCM-kerfið er ekki með neinni aðgerð sem viðheldur hemlun er hemillinn losaður um það bil tveimur sekúndum eftir að bíllinn er stöðvaður. Ökumaður þarf hugsanlega að halda hemlafótstiginu niðri til að hindra að ökutækið rúlli eftir það. Í einhverjum tilvikum er hugsanlegt að FCM virki ekki, ef ökumaður reynir að forða slysi með því að nota stýrið eða með hröðunaraðgerð. Ef spurningar vakna hvetjum við þig til að hafa samband við sölu- eða dreifingaraðila Mitsubishi Motors á þínu svæði.

  Sjálfvirkur hraðastillir

  Notar ratsjá til að viðhalda valinni vegalengd á milli ökutækisins þíns og bílsins fyrir framan, til að auka öryggið og tryggja ökumanni hugarró. Það dregur úr streitu ökumannsins, einkum í umferðarteppu á stofnbrautum. 

  Adaptive Cruise Control

  Danger of collision Danger of collision Danger of collision


  Athugaðu: Greiningar- og stýringargetu sjálfvirka hraðastillisins er aðeins ætlað að vera viðbót við annan búnað. Sýndu því ævinlega fyllstu aðgát við akstur og treystu aldrei fullkomlega á þessa eiginleika við aksturinn. Í tilteknum kringumstæðum er ekki víst að sjálfvirki hraðastillirinn virki. Þetta kerfi greinir hugsanlega ekki raunaðstæður rétt, allt eftir því hvaða gerð ökutækis er fyrir framan bílinn, veðurskilyrðum og ástandi vega. Auk þess kann að vera að kerfið nái ekki að hægja nógu mikið á bílnum ef ökutækið fyrir framan snögghemlar eða ef annað ökutæki ekur skyndilega í veg fyrir þig og þitt ökutæki nálgast hitt mikið. Ef spurningar vakna hvetjum við þig til að hafa samband við sölu- eða dreifingaraðila Mitsubishi Motors á þínu svæði. 

  Lane Departure Warning Automatic High Beam Blind Spot Warning

  Akreinaskynjari [LDW]

  Þessi aðgerð sendir frá sér píp og birtir sjónræna viðvörun ef ökutækið sveigir út af akreininni án þess að stefnuljós hafi verið gefið.

  Athugaðu: Akreinaskynjara er ekki ætlað að draga úr hættu sem tengist því að fylgjast ekki vandlega með veginum fyrir framan (vera með hugann við eitthvað til hliðar við bílinn, vera annars hugar o.s.frv.), né hættu sem stafar af slæmu útsýni vegna veðurs o.þ.h. Aðgerðinni er ætlað að greina akreinina sem ekið er á við hraða sem nemur u.þ.b. 65 km/klst. eða meira. Haltu áfram að stýra ökutækinu rétt og aktu ævinlega af aðgát. Við tilteknar aðstæður er hugsanlegt að kerfið geti ekki greint akreinina. Frekari upplýsingar eru í eigendahandbókinni.

  Sjálfvirkt háljósakerfi

  Til að auka öryggi, þægindi og lipurð við akstur í myrkri skipta háljósin sjálfkrafa yfir í lágljós þegar bílar greinast fyrir framan og skipta svo sjálfkrafa aftur yfir í háljós. Þannig þarft þú ekki að taka höndina af stýrinu til að skipta handvirkt milli ljósakerfa. 

  Athugaðu: Þetta kerfi verður virkt þegar ekið er á hraða sem nemur u.þ.b. 40 km/klst. eða meira og verður óvirkt við lægri aksturshraða. Frekari upplýsingar eru í eigendahandbókinni.

  Blindsvæðisskynjari [BSW]

  Þetta öryggiskerfi notar ratsjárskynjara í afturstuðara til að greina ökutæki á blindsvæðinu fyrir aftan bílinn, hægra megin við bílinn eða vinstra megin við bílinn. Gaumljós kviknar á hliðarspeglinum þegar blindsvæðisskynjarinn verður virkur, hafi stefnuljós ekki verið gefið. Þegar bíll greinist og stefnuljós hefur verið gefið blikkar gaumljós á hliðarspeglinum þeim megin sem við á og hljóðmerki heyrist.

  Athugaðu: Greiningar- og stýringargetu blindsvæðisskynjarans er aðeins ætlað að vera viðbót við annan grunnbúnað bílsins og forðar ekki undantekningalaust ákeyrslu. Treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn. Blindsvæðisskynjarinn virkar hugsanlega ekki sem skyldi í öllum tilvikum, en það er háð umferð, veðri, ástandi og gerð vegar og því hvort hindranir eru á akstursleiðinni. Ökumenn bera alla ábyrgð á eigin akstri. Myndræn birting ratsjárbylgjanna er aðeins ætluð til skýringar og táknar ekki raunnotkun á skynjurunum. Frekari upplýsingar eru í eigendahandbókinni.

  Traffic Alert Automatic High Beam Active stability control

  Umferðarskynjari að aftan

  Gaumljós kviknar á mælaskjánum þegar umferðarskynjari að aftan verður virkur. Ef ratsjárskynjarar í afturstuðaranum greina bíl sem nálgast á meðan bíllinn er í bakkgír birtast viðvörunarskilaboð á fjölnota upplýsingaskjánum, hljóðmerki heyrist og gaumljós blikkar á báðum hliðarspeglunum.
     
  Athugaðu: Treystu aldrei fullkomlega á kerfið við aksturinn, þar sem við tiltekin skilyrði kann að vera að kerfið greini ekki öll ökutæki á ferð. Ökumenn bera alla ábyrgð á eigin akstri. Sjónræn birting ratsjárbylgjanna er aðeins ætluð til skýringar og táknar ekki raunnotkun á skynjurunum. Frekari upplýsingar eru í eigendahandbókinni.

  Umhverfismyndavél

  Skjámyndir úr myndavélunum framan á, aftan á og á hliðum ökutækisins (þar á meðal með útsýni yfir umhverfi bílsins) er hægt að birta í ýmsum samsetningum til að sýna það sem er á blindsvæðinu og til að aðstoða þig við að leggja bílnum örugglega. Hægt er að birta ökutækið á skjánum í sjö mismunandi litum, að þínu vali.

  Virk stöðugleikastýring [ASC]

  Ef hjólin missa gripið á sleipu yfirborði eða í beygjum aðlagar virk stöðugleikastýring sjálfkrafa afköst vélarinnar og beitir hemlunarafli á viðeigandi hjól til að viðhalda stjórn og koma í veg fyrir að bíllinn skriki.
     
  Athugaðu: Stýringargetu sjálfvirka hraðastillisins er aðeins ætlað að vera viðbót við annan búnað. Sýndu því ævinlega fyllstu aðgát við akstur og treystu aldrei fullkomlega á þessa eiginleika við aksturinn. Gættu þess að nota sömu tilgreindu gerð og stærð hjólbarða á öllum fjórum hjólunum. Ekki er ráðlegt að setja upp tregðulæsingu af eftirmarkaði á ökutækið þitt. Frekari upplýsingar eru í eigendahandbókinni.

  Hill Start Assist RISE body 7 SRS Airbags

  Brekkuaðstoðarkerfi [HSA]

  Þegar tekið er af stað í brattri brekku hjálpar brekkuaðstoðarkerfið þér að hindra að bíllinn rúlli aftur á bak þegar hemillinn er losaður, með því að viðhalda hemlunarkrafti í allt að tvær sekúndur, þar til stigið er á inngjöfina. 

  Athugaðu: Brekkuaðstoðarkerfi (HSA-kerfi) kemur ekki í stað öruggs aksturslags. Treystu aldrei fullkomlega á kerfið við akstur í bratta. Ökutækið þitt færist hugsanlega aftur á bak ef mjög mikið álag er sett á hemlafótstigið, eða ef vegurinn er mjög brattur eða háll. Þessari aðgerð er ekki ætlað að halda bílnum kyrrstæðum í halla upp á við lengur en tvær sekúndur í senn. Ekki ætti að treysta á þessa aðgerð til að viðhalda kyrrstöðu, í stað þess að stíga á hemlafótstigið. Frekari upplýsingar eru í eigendahandbókinni.

  RISE-yfirbygging

  Öryggi við hugsanlegan árekstur eykst stórlega með samþættingu RISE-kerfis (Reinforced Impact Safety Evolution) Mitsubishi Motors, en það kerfi dregur í sig högg af mikilli skilvirkni og verndar heilleika farþegarýmis ef til árekstrar kemur. 

  7 SRS-loftpúðar

  Loftpúðar að framan, hliðarloftpúðar, loftpúðatjöld og hnéloftpúði fyrir ökumann verja þig og farþegana ef til árekstrar kemur. 

  Athugaðu: Loftpúðarnir eru hluti af SRS-loftpúðakerfinu. Til að minnka hættu á slysum ef loftpúði er virkjaður skal ævinlega festa sætisbeltið, sitja uppréttur í miðju sætinu og forðast að halla sér upp að hurðinni. Látið börn 12 ára eða yngri ævinlega sitja í aftursæti, ef þess er kostur, og notið viðeigandi öryggisbelti fyrir börn. Ef notaður er bakvísandi barnabílstóll í framsæti sem festur er með belti skal virkja rofann til að gera loftpúða óvirkan. Frekari upplýsingar eru í eigendahandbókinni og í leiðbeiningum sem fylgja barnasætinu.

 • Head Up Display [HUD]

  Sætisstillingar í aftursætum

  Þægilegum aftursætunum með níu þrepa hallastillingu og 200 mm hliðarfærslumöguleika má renna alla leið aftur á bak, til að tryggja besta fótarými í flokki sambærilegra bíla. Jafnvel þá er gnægð geymslurýmis að aftan og sætisbökin, sem eru tvískipt í hlutföllunum 60:40, má leggja niður hvort fyrir sig, til að fá meira pláss.

    Tailgate window

  Rafknúinn þakgluggi

  Bíllinn er með glæsilegum, tvískiptum þakgluggum með rennigluggahlerum að utanverðu sem tryggja loftgæði fyrir farþega og ökumann. Gluggana má opna hvorn fyrir sig eða báða í einu til að hleypa inn sólarljósi og fersku lofti.

    Power panoramic sunroof

  Nettir sílsalistar

  Sílsalistarnir eru nettir og rennilegir og njóta varnar gegn aurslettum með dyralistum. Þannig geta allir farið inn og út úr bílnum vandræðalaust, án þess að nudda fótleggjunum upp við bílinn og verða forugir.

  Standard fabric

  Hiti í framrúðu

  Hitaleiðslur liggja þvert yfir alla framrúðuna og sjá um að halda glerinu móðu- og frostfríu og tryggja þannig framsýn með fljótvirkari hætti en með því að nota miðstöð/afísingarbúnað.

    High grade fabric with silver stitches

  Hiti í stýri

  Hitinn í stýrinu gerir alla notkun mun þægilegri þegar kalt er í veðri. Aflrofanum er haganlega komið fyrir á miðjustokknum.

    Tyre Pressure Monitoring System [TPMS]

  Hiti í sætum

  Ökumannssætið, farþegasæti að framan og tvö aftursætanna eru með hiturum í sætissessum og sætisbökum sem hægt er að kveikja eða slökkva á með afar aðgengilegum rofum.

  Speed limiter

  Lyklalaust kerfi (KOS)

  Þegar þú ert með lykilinn á þér getur þú ýtt á hnapp utan á framdyrum eða á afturhlera til að læsa öllum dyrum og afturhleranum eða taka úr lás og ýtt á svissinn í ökumannsrýminu til að ræsa vélina eða drepa á henni.

  Colour LCD Multi-information display

  Rafstýrð EPB-handbremsa með sjálfvirkri haldstöðu hemla

  Þú togar rofann einfaldlega upp til að setja stöðuhemilinn á eða ýtir rofanum niður til að losa hann. Ef kveikt er á sjálfvirkri haldstöðu hemla verður ökutækið áfram kyrrstætt, jafnvel þótt þú losir stöðuhemilinn. Sleppið inngjöfinni og losið hemlana.

  Tyre Pressure Monitoring System [TPMS]

  Regnskynjari

  Regnskynjarinn kveikir sjálfkrafa á rúðuþurrkunum þegar raki greinist á framrúðunni.

  Speed limiter

  Sjálfvirk aðalljós

  Þegar birta dvínar í kringum bílinn, til dæmis að kvöldi til eða þegar ekið er inn í göng, kviknar sjálfkrafa á aðalljósunum til að auka öryggi og þægindi við akstur.

  Colour LCD Multi-information display

  Hraðastillir

  Hraða ökutækis er viðhaldið sjálfkrafa, án þess að þú þurfir að hafa fótinn á inngjöfinni, og það gerir þér kleift að slaka á við akstur á lengri vegalengdum. Ef stigið er á hemlafótstigið verður kerfið óvirkt.

  Tyre Pressure Monitoring System [TPMS]

  Eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum

  Eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum notar skynjara með sendum í hjólunum til að fylgjast með þrýstingi í hjólbörðum og kveikir á viðvörunarljósi í mælasamstæðunni ef einn eða fleiri hjólbarðanna verður loftlaus svo einhverju nemi.

  Speed limiter

  Hraðatakmörkunarbúnaður

  Hraðatakmörkunarbúnaður hindrar að bíllinn fari fram yfir valinn hámarkshraða við flestar akstursaðstæður. Hugsanlega þarf að stíga á hemlana til að forðast að hraðinn verði of mikill þegar ekið er niður brekku. Viðvörun birtist og viðvörunarhljóð heyrist til að gera þér viðvart ef farið er yfir valinn hámarkshraða.

  Colour LCD Multi-information display

  Fjölnota LCD-upplýsingaskjár í lit

  Stór, 4,2 tommu fjölnota LCD-upplýsingaskjárinn í mælaborðinu miðju er einstaklega læsilegur og aðgengilegur. Skjárinn birtir margs konar upplýsingar með skýrum hætti um stöðu ökutækisins, framvindu ferðar, hitastig utandyra, ECO-akstursaðstoðina og margt fleira.

 • ECLIPSE CROSS GEFIÐ NAFN

  Falleg, þróttmikil lögun Eclipse Cross vekur sömu hughrif hjá þeim sem hann líta og geislakórónan sem kviknar á himni við almyrkva. Safaríkur, rauður liturinn á ytra byrðinu minnir á rosabauginn frá sólinni þegar tunglið byrgir ljóma hennar. Nafnið „Eclipse“ birtist í fyrsta sinn á vinsælum tveggja dyra bíl framleiddum í Bandaríkjunum árið 1989, en nú höfum við bætt „Cross“ við nafnið (stutt útgáfa af „crossover“, sem er lúxussportjeppi) og skapað þennan glænýja Eclipse Cross, sem færir þér akstursupplifun sem er ánægjulegri og meira spennandi en nokkru sinni fyrr.