• UMHVERFISVÆN TÆKNI

  Við tökumst af fullri alvöru á við kolefnismengun og slæm hnattræn áhrif hennar. Þess vegna höfum við árum saman verið í fararbroddi við þróun rafbíla. Ásamt því að horfa til framtíðar hefur Mitsubishi Motors þróað nýjungar á borð við Auto Stop & Go – tækni sem gerir loftið hreinna og lækkar orkureikninginn hér og nú. Kynntu þér þessar nýjungar í viðeigandi efnisflokkum hér á vefnum ...

 • Cleartec

  Hreinn og klár – þannig er Colt ClearTec 5 – og 3ja dyra útgáfan er fullbúin öllum nýjasta umhverfisvæna búnaðinum sem dregur mjög mikið úr bæði losun kolefnis (CO2) og eldsneytiseyðslu. Meðal staðalbúnaðar eru Auto Stop & Go kerfið, slitþolin dekk sem spóla lítið, endurbætt mismunadrif og rafall sem endurhleður rafgeyminn þegar hægt er á hraða eða hemlað. Það eru snjallar gírskiptingar í öllum Colt-bílum.

 • RAFBÍLABYLTINGIN

  i-MiEV er einn af fyrstu rafbílunum á almennum markaði í Evrópu og hann er að valda byltingu í hugarfari okkar gagnvart bílum. i-MiEV, eða i Mitsubishi innovative Electric Vehicle, er hátindurinn í umhverfisvænni tækni Mitsubishi Motors sem við höfum þróað og kynnt í yfir 40 ár; hann er tákn um sífellda viðleitni okkar til að draga úr áhrifum á umhverfið og með núll útblástur...

 • OKKAR NÁLGUN

  Mitsubishi Motors tekur ástand jarðarinnar alvarlega. Við höfum skoðað alla þætti okkar starfsemi, frá hönnun straumlínulagaðra og sparneytinna bíla til þess að draga úr mengun frá verksmiðjum okkar. Við tökum líka ábyrgð á því að losa okkur við bíla sem við höfum framleitt þegar líftíma þeirra lýkur. Við tökum við og endurvinnum gamla bíla. Við vinnum að því að tryggja að í framtíðinni verði jafnvel...

 • ÞITT FRAMLAG

  Það er margt sem þú getur gert til að draga úr áhrifum bílsins þíns á umhverfið. Bíll með gangtruflanir, ofblaðinn bíll og bíll sem ekki er ekið af skynsemi eyðir meira eldsneyti sem aftur veldur meiri losun kolefnis (CO2) út í andrúmsloftið. Og þetta veldur ekki bara umhverfinu skaða heldur veldur þér auknum eldsneytiskostnaði. Ökuráðin okkar hjálpa þér að bregðast við þessu.

Contact a dealer about a service