• RAFBÍLABYLTINGIN

  40yearsev.jpg
  40years.png
  40

  RAFBÍLAÞRÓUN Í ÁRATUGI

  Hjá Mitsubishi Motors leggjum við hart að okkur við að leita lausna gegn vandamálum á borð við mengun og hnattræna hlýnun, sem og þörfinni fyrir fjölbreytari orkulindir svo við verðum ekki eins háð bensíni. Þess vegna höfum við sett í forgang það verkefni að þróa rafbíla sem valda engum mengandi útblæstri.

  Við byggjum á fjögurra áratuga reynslu. Þróunarstarfið hófst seint á sjöunda áratug síðustu aldar og skilaði af sér fyrsta rafbílnum hjá Mitsubishi Motors árið 1971. Hann var kallaður Minica EV og gekk fyrir hefðbundnum blýrafgeymi. Mitsubishi veitti orkufyrirtækjum og stjórnvöldum um 150 slíka bíla fyrir prófanir. Í kjölfarið fylgdi röð þróaðri rafbíla frá Mitsubishi í gegnum níunda og tíunda áratuginn. Stærstu skrefin í þessari þróun hefur eingöngu verið hægt að stíga vegna þess að léttari og skilvirkari lith-ion rafgeymar komu til sögunnar um aldamótin og eru þeir notaðir til að knýja i-MiEV.

  Samstarfsfyrirtækið Lithium Energy Japan sem Mitsubishi, Mitsubishi Corporation og GS Yuasa stofnuðu, hóf framleiðslu á lith-ion rafgeymum árið 2009, til að knýja i-MiEV.

  Við vorum fyrst í heimi til að hefja fjöldaframleiðslu á rafbílum þegar við hófum framleiðslu á i-MiEV í júní árið 2009. Bíllinn var kynntur til sögunnar á Japansmarkaði einum mánuði síðar. Í lok október árið 2010 höfðu 3.000 umhverfismeðvitaðir einstaklingar og fyrirtæki keypt bílinn. Við hófum líka framleiðslu á i-MiEV fyrir vinstri umferð í október 2010 og útbreiðsla bílsins um heiminn heldur áfram. Fimm þúsundasti *1 i-MiEV var framleiddur 23. nóvember 2010. 

  Með tilkomu i-MiEV hafa rafbílar þróast frá því að vera eingöngu hagnýt flutningstæki yfir í að vera flottir og skemmtilegir borgarbílar. Við trúum að þeir muni falla ungu fólki í geð sem og öllum ökumönnum sem er annt um umhverfið.

  *1: Framleiðsla á rafútgáfu af PSA Peugeot Citroën telst ekki með.

Contact a dealer about a service