• UMHVERFISVÆN TÆKNI

  1
  home-electric-vehicles.png
  RAFBÍLAR

  Við hjá Mitsubishi Motors leggjum þunga áherslu á að þróa samgöngulausnir til framtíðar sem stuðla að lítilli kolefnismengun. Hluti af þeirri vinnu er þróun EV-tækninnar (EV=Electric Vehicle=rafbíll) - háþróaðrar rafbílavæðingar. Og hjá okkur snýst þetta ekki um tíðaranda því fyrsti rafbíllinn hjá Mitsubishi Motors var smíðaður árið 1971. Vinna okkar við lith-ion rafgeyma hefur leitt til aukinna möguleika hvað varðar hraða og aksturslengdir í rafbílum vegna mikillar endingar rafhleðslunnar.

  Þar sem þessir rafgeymar ná meiri hleðslu á hvert kílógramm en nikkel/kadmium eða blýrafgeymar hefur rafbíllinn i-MiEV* til að bera framúrskarandi hlutfall orku miðað við þyngd. Árið 2008 stofnaði Mitsubishi Motors fyrirtækið Lithium Energy Japan í samstarfi við Mitsubishi Corporation og GS Yuasa, framleiðanda lith-ion rafgeyma.

  Í i MiEV eru 88 rafgeymishólf, brotin niður í 22 hluta sem eru 4 hólf hver og einn. Þar sem i-MiEV er alrafdrifinn (ólíkt t.d. hybrid-bílum) þá veita rafgeymarnir afl til rafmótors sem knýr hjólin. Þegar hemlað er endurhleður þessi sami rafmótor rafgeymahlutana og eykur þar með aksturssvið bílsins. * i MiEV er skammstöfun fyrir "i Mitsubishi innovative Electric Vehicle" (framsækinn rafbíll frá Mitsubishi)


 • 21_outside-popup

  Umhverfið

  Ábyrgð okkar gagnvart umhverfinu

Contact a dealer about a service