• UMHVERFISVÆN TÆKNI

  2
  home-diesel-engine.png
  EURO5

  DÍSEL- & BENSÍNVÉL

  Síðla árs 2009 tóku gildi strangir Evrópustaðlar um losun mengandi efna og þá var Mitsubishi Motors þegar tilbúið með hreina díselvél til að mæta þessum kröfum. Hinar nýju reglur bera heitið Euro 5 staðallinn og kveða á um auknar takmarkanir á útblæstri nítrógen oxíðs (NOx) og efnisagna. Til að tryggja að við leggjum okkar af mörkum til bættra umhverfisskilyrða og uppfyllum alla alþjóðlega staðla hefur Mitsubishi Motors þróað nýtt efnahvatakerfi sem sameinar oxunarhvata, NOx-skilju og sótagnasíu. En þessi vél er ekki bara hrein og sparneytin. Með samrásar (common-rail) eldsneytisinngjöf, forþjöppu með breytilegu loftflæði og breytilegri lyftihæði ventils skilar þessi nýja og háþróaða vél framúrskarandi afköstum auk þess að vera mjög sparneytin. Með sveifarás sem dregur úr snúningi veitir þessi orkumikla vél mjúkt viðbragð um allt snúningssviðið.

 • Önnur UMHVERFISVÆN TÆKNI þjónusta

Contact a dealer about a service