• OKKAR NÁLGUN

  5
  home-greener-factories.png
  UMHVERFISVÆNNI

  VERKSMIÐJUR


  Mitsubishi Motors stefna að því að verða umhverfisvænustu bílaframleiðendur heims. Allar verksmiðjur Mitsubishi fyrir Mitsubishi Motors Corporation, Mitsubishi Motors (Tæland) og NedCar verksmiðjan í Hollandi fylgja staðlinum ISO 14001 í umhverfismálum. Það tryggir að allir umhverfisþættir, jafnvel hávaðamengun, eru metnir, skráðir og síðan minnkaðir í gegnum áætlun um stöðugar endurbætur. Allir þættir í okkar starfsemi fylgja þremur grunnreglum Mitsubishi: minnka, endurnota, endurvinna (Mitsuhisbhi 3R: Reduce, Reuse, Recycle).

  Innleiðing nýrra ferla hefur dregið úr losun þungmálma í úrgangsvatn um 99% síðan árið 1989. Við notum líka almennt minna vatn við gerð bílanna okkar en áður. Við höfum dregið áþreifanlega úr losun kolefnis með notkun vatnsmálningar og við látum frá okkur minni úrgang og notum minna af pökkunarefni með sífelldum endurbótum á okkar framleiðsluferlum.

  Mitsubishi Motors gætir líka vandlega að því að minnka hávaða í öllum verksmiðjum sínum. Til dæmis er að finna einangruð "hávaðasvæði" í NedCar verksmiðjunni svo nágrannarnir þurfi ekki að hlusta á bílastrauminn fara hjá. Trukkar eru leiddir inn á aðalbrautir, burtu frá íbúðahverfum.

  Við munum halda áfram að draga úr orkunotkun og losun kolefnis (CO2) út í andrúmsloftið og nota bestu endurvinnsluaðferðir fyrir ný efni.

Contact a dealer about a service