• OKKAR NÁLGUN

  6
  recycling-works
  ENDURVINNSLA

  VIRKAR


  Við hjá Mitsubishi Motors berum mikla virðingu fyrir náttúrunni og við veljum efni sem hægt er að endurvinna og endurnota eftir að bíllinn hefur lokið líftíma sínum. Hver bíll er smíðaður til að endast en þegar langur líftími hans er á enda tökum við bílinn aftur til okkar og endurvinnum hann á umhverfisvænan hátt, í samræmi við tilskipun ESB um lok líftíma ökutækja og öll viðeigandi landslög og ákvæði sem gilda á hverjum stað fyrir sig.

  Tekið er gjaldfrjálst við öllum bílum frá Mitsubishi Motors (upp að 3.5t GVW) sem hafa verið seldir í Evrópu síðan eftir 1. júlí 2002, frá síðasta skráða eiganda á tilgreindum viðtökustöðum, að því gefnu að allir meginíhlutir séu enn til staðar í bílnum og hann sé laus við spilliefni. Frá janúar 2007 gilti þetta um alla bíla frá Mitsubishi Motors sem seldir hafa verið í Evrópu, óháð söludagsetningu. Net söfnunarstaða sem taka við útrunnum bílum frá Mitsubishi Motors er til reiðu. Þú færð upplýsingar um næsta viðtökustað á þínu svæði sem og lagaleg skilyrði sem þessu tengjast á vefsvæði þíns söluaðila.

  Ef bíllinn reynist geyma viðbótarspilliefni eða það vantar nauðsynlega íhluti í hann hefur viðtökustaðurinn rétt á að krefjast greiðslu fyrir móttökuna. Þegar bíllinn þinn hefur verið samþykktur til móttöku mun viðtökustaðurinn gefa út svokallað COD-vottorð (Certificate of Destruction) fyrir þig sem staðbundin yfirvöld krefjast vegna afskráningar þíns bíls frá Mitsubishi.

  Sífellt er verið að meta og endurbæta endurvinnslukosti fyrir bíla og bílaíhluti og markmiðið er að endurvinna jafnvel fleiri hluta af bílum í framtíðinni.

  Fyrir mörgum árum stofnuðu bílaframleiðendur IDIS-kerfið svokallaða (International Dismantling Information System) til að tryggja umhverfisvæna endurvinnslu bíla. Mitsubishi er meðlimur í þessu upplýsingakerfi sem upplýsir þá aðila sem taka í sundur bíla um þau efni sem notuð eru í bílnum og hvernig haga skal sundurhlutun og endurvinnslu.

  Að sjálfsögðu uppfyllir Mitsubishi öll evrópsk lagaskilyrði. Bílar frá okkur uppfylla Evróputilskipun um endurnotkun, endurvinnslu og endurheimt (Reusability, Recyclability and Recoverability (RRR)) allt frá fyrstu skrefum í framleiðslu bíls, í gegnum framleiðsluferlið, notkun og allt til enda líftíma bílsins.

  Auk þess er fylgst með notuðum framleiðslu- og viðhaldsefnum og þau skráð í samræmi við REACH-reglugerðina (Regulation on Restriction Evaluation Authorisation of Chemicals).

  Endurvinnsla fyrir rafhlöðu rafmagns- og tvíorkubíla

  Hekla er eina fyrirtækið sem má taka aðalrafhlöðu úr rafmagns- og tvíorkubílum fyrirtækisins.
  Hekla er með samning við Hringrás sem tekur við rafhlöðum frá fyrirtækinu og sendir til Umicor í Belgíu sem endurvinnur rafhlöður.

  Til að allar varúðarráðstafanir séu gerðar varðandi það að koma rafhlöðu í rétt endurvinnsluferli er nauðsynlegt að snúa sér til þjónustuaðila Heklu ef upp kemur að rafhlaða hafi skemmst í tjóni. Hér má sjá lista yfir þjónustuaðila Heklu: http://www.hekla.is/is/thjonusta/thjonustu-og-soluumbod/

  Umhverfisstefnu Mitsubishi Motors í Evrópu má finna hér:
  https://www.mitsubishi-motors-europe.com/environment.aspx

Contact a dealer about a service