• ÞITT FRAMLAG

  789101112
  driving-experience-2
  AKSTURSUPPLIFUN

  SKIPTA UM GÍR Á LÆGRI SNÚNINGSHRAÐA

  Ef þú ert með beinskiptingu skaltu skipta um gír á lægri snúningshraða vélarinnar. Þumalputtareglan er að skipta um gír áður en 3000 sn. er náð ef þú ert á bensínbíl og fyrir 2000 sn. ef þú ert á díselbíl. Ef bíllinn er sjálfskiptur skaltu forðast að nota sport-stillinguna því það hefur í för með sér að bíllinn skiptir um gír á hærri snúningshraða vélarinnar en ella. Einnig skaltu forðast að stíga eldsneytisgjöfina í botn en það veldur því að gírkassinn stekkur niður í lægri gír.

  SKIPT ÚR FYRSTA Í ÞRIÐJA GÍR

  Á beinum og jöfnum vegi er best að skipta úr fyrsta í þriðja gír fyrir skilvirkari akstur. Gefðu hægt inn og forðastu að stíga bensíngjöfina meira en hálfa leið niður.

  FYLGSTU MEÐ UMFERÐINNI

  Horfðu vel fram fyrir þig til að leggja mat á umferðarstrauminn. Forðastu óþarfa hröðun og hemlun, færri stopp og ræsingar þýða minni losun kolefnis.

  VIÐHALTU JÖFNUM HRAÐA

  Aktu á stöðugum hraða í hæsta mögulega gír. Til dæmis er 80 km hraði á klst. í hæsta gír fínt fyrir flesta bíla og slíkur akstursmáti stuðlar að minni eldsneytiseyðslu.

  DREPTU Á VÉLINNI

  Ef þú þarft að bíða í meira en eina mínútu, til dæmis í umferðarhnút, þá getur þú sparað 0,5 l á klukkutíma af eldsneyti.

  HÆGÐU Á ÞÉR

  Meira en 50% af orkunni sem þörf er fyrir til að færa bílinn er eytt í að þrýsta frá flæðandi lofti. Því hraðar sem þú ekur því meiri loftmótstaða. Með því að auka hraðann úr 100 km klst. upp í 120 km klst. eykst eldsneytiseyðsla um 20%. Með því að minnka hraðann úr 100 km klst. niður í 90 km klst. minnkar eldsneytiseyðsla um 10%.

Contact a dealer about a service