Nýr Eclipse Cross PHEV
Eclipse Cross PHEV tekur þig allt að 45 kílómetra skv. WLTP á rafmagninu eingöngu og með 2,4 lítra sparneytinni bensínvél og 13,8 KWst rafhlöðu kemst þú allt að 600 kílómetra á tankinum. Rafhlaðan nýtir auk þess hreyfiorkuna sem myndast þegar bíllinn hemlar til þess að hlaða inn á rafhlöðuna aftur sem gerir þér kleift að fara í langan akstur og slaka á, án þess að hugsa um hleðslu eða næstu bensínstöð. Eclipse Cross PHEV kemur hlaðinn búnaði og þægindum eins og lyklalausu aðgengi, bakkmyndavél, hraðastilli, þreytuviðvörun og fleiru. Þú átt því yndislegan akstur fram undan.