Ábyrgðarskilmálar
Í samræmi við eftirtalda skilmála og ákvæði ábyrgist Mitsubishi Motors Europe B.V., (hér eftir nefnt MME) að allir grunn ábyrgðarhlutar sérhverrar MME bifreiðar séu lausir við efnisgalla og gölluð vinnubrögð, miðað við eðlilega notkun og að viðkomandi bifreið fái viðeigandi viðhald.
Til þess að ábyrgðin þín verði virk (og að þú fáir ábyrgðarþjónustu ef á þarf að halda), er áríðandi að:
- þú sért neytandi eða kaupsýslumaður sem höndlar ekki með kaup, sölu, eða innflutning ökutækja (söluaðilar án heimildar og/eða (endur-)innflytjendur eru sérstaklega útilokaðir); og að
- viðurkenndur söluaðili Mitsubishi hafi fyllt út, stimplað og undirritað skráningareyðublaðið og Eftirlit fyrir afhendingu á eftirfarandi síðum til fulls þegar sala ökutækisins þíns fór fram; og að
- þú hafir samband við viðurkenndan söluaðila Mitsubishi til að láta framkvæma greiningu og fá óskaða ábyrgðarþjónustu.
Sérhver, grunn ábyrgðarhlutur, sem ábyrgðarskilmálar hinnar nýju bifreiðar ná yfir, mun verða lagfærður eða endurnýjaður endurgjaldslaust af Mitsubishi innflytjanda eða Mitsubishi þjónustuverkstæði, sem hafa hlotið vðurkenningu MME (hér eftir nefnt MME innflytjandi eða þjónustuaðili).
Grunn ábyrgðarhlutir
Hlutir, sem ekki eru skilgreindir sem grunn ábyrgðarhlutir, eru: Hlutir í ábyrgð þriðja aðila, hlutir sem eru alfarið undandskildir ábyrgð, og annað, sem talið er hér að neðan.
Ábyrgðartímabil bifreiðarinnar:
Nýja MME-ökutækið þitt sé með 5 ára (*) ábyrgð. Fyrstu 24 mánuðina er ábyrgðin óháð notkun bifreiðarinnar í kílómetrum, þeir 36 mánuðir (25~60) sem eftir eru takmarkast við 100.000 km (62.500 mílur), hvort sem fyrr verður eftir upphafsdagsetningu ábyrgðarinnar, eins og sýnt er í skráningareyðublaðinu í skráningarhluta Sam-Evrópska þjónustuheftisins, blaðsíðum 1-1 og 1-2, þegar ökutæki þetta er afhent fyrsta skráða eiganda.
(*) Fyrir Lancer Evolution og L200 2WD (nema High Rider) gildir eftirfarandi ábyrgðartímabil ökutækis:
Nýrri MME bifreið fylgir þriggja ára ábyrgð gagnvart verksmiðjugöllum, sem tekur gildi um leið og fyrsti skráði eigandi hennar tekur við henni samkvæmt skráningarupp lýsingum í Sam-Evrópska þjónustuheftinu bls. 1-1 og 1-2. Fyrstu 24 mánuðina er ábyrgðin ekki ta kmörkuð við ákveðin akstur í km., en næstu 12 mánuði (þe. 25-36) ta kmarkast hún við 100.000 km (62.500 mílur) heildarakstur eða þrjú ár hvort sem á sér stað fyrr.
Eftirfarandi hlutir falla undir sérstök ábyrgðarskilyrði og falla undir 3 ára ábyrgð:
Fyrstu 24 mánuðina er ábyrgðin óháð notkun bifreiðarinnar í kílómetrum, þeir 12 mánuðir (25~36) sem eftir eru takmarkast við 100.000 km (62.500 mílur); 12 V rafgeymir (allar gerðir), O2-skynjari (allar gerðir), viftumótor þéttis (Pajero og L200), innsprautari/glóðarkerti (aðeins fyrir dísilhreyfil).
Hlutir í ábyrgð þriðja aðila:
HIN SÉRSTÖKU FRAMKVÆMDU ATRIÐI sem talin eru upp að neðan falla ekki undir ábyrgð MME heldur ábyrgð hlutaðeigandi framleiðanda:
- Hjólbarðar
- Afþreyingarkerfi í bílnum (Aðeins einingar sem ekki eru settar í í verksmiðju)
- Allur annar búnaður, sem ekki er settur í hjá framleiðanda bílsins.
Hlutir utan ábyrgðar
Eftirfarandi hlutir eru ekki með ábyrgð frá MME (að undanskildum göllum í efni eða við framleiðsluferli):
Viðhaldsvörur:
- Loftsíur
- Olíusíur
- Eldsneytissíur
- Frjókornasíur
- Trissureimar á vél fyrir:
- Riðstraumsrafal
- Vatnsdælu
- Stýrisdælu
- Dælu í loftfrískunarbúnaði
- Rafkerti (við reglubundnar skoðanir)
- Borðar á tengslidiski og þrýstiplata
- Bremsuklossar, bremsudiskar og bremsuborðar
- Þurrkublöð
- Rafmagnsöryggi
- Ljósaperur (fyrir öll ljósker nema Xenon-ljósker og ljósdíóður)
Vökvar og smurefni:
- Vélarolía
- Olía á handskiptan gírkassa
- Olía á sjálfskiptan gírkassa
- Olía á milligírkassa
- Olísa á mismunadrif
- Olía stýrisvél
- Bremsu- og tengsliolía (kúpling)
- Smurfeiti
- Frostlögur
- Rafgeymissýra
- Vökvi á kælibúnað
- Rúðuþvottavökvi
- Eldsneyti (bensín eða disil)
Önnur atriði utan ábyrgðar:
Ábyrgðin gildir ekki um eftirfarandi:
- Eðlilegt slit á bifreiðinni, efni og vinna samfara eðlilegu viðhaldi eins og því er lýst í Sam-Evrópsku þjónustuhandbókinni (bls. 1-6).
- Eðlileg rýrnun, upplitun, veðrun, áverkar og skemmdir á málningu, lituðum hlutum, hlutum úr gúmmíi, áklæði, bólstrun og klæðningu, eða annarra hluta, sem verða vegna daglegrar notkunar.
- Minniháttar misfellur, sem ekki hafa áhrif á gæði, virkni eða afköst bifreiðarinnar, svo sem smávægilegan titring eða hljóð við afbrigðilegar aðstæður.
- Skemmdir, sem orsakaast vegna ófullnægjandi viðhalds, þ.e.a.s. vanrækslu á að bifreiðin fái kerfisbundnar skoðanir og viðhald eins og því er lýst í Sam-Evrópska þjónustuheftinu og eigandahandbók (owner´s manual), sem fylgir hverri nýrri bifreið frá MME.
- Skemmdir, vegna notkunar á óekta varahlutum (eftirlíkingum) hvort sem viðkomandi verk hefur verið unnið af viðurkenndu MME þjónustuverkstæði, óviðkomandi verkstæði eða eiganda bifreiðarinnar.
- Tjón vegna umferðaróhappa, vanrækslu og brota á reglum um rétta notkun bifreiðarinnar eins og þær birtast í eigandahandbók (owner´s manual), misnotkun og afbrigðileg notkun bifreiðarinnar svo sem kappakstur eða rallakstur. Sömuleiðis allar breytingar, sem gerðar eru á bifreiðinni eða hlutum hennar og ekki eru viðurkenndar af MME.
- Skemmdir vegna utanaðkomandi áhrifa, svo sem efnamengun, fugladritur, súrt regn, snjóhagl, sandfok, salt, grjótkast, afísunarefni, eldsvoði, mannleg mistök, vanræksla, óeirðir eða náttúruhamfarir.
- Skemmdir á vörurými vegna hleðslu eða ófullnægjandi frágangs á farmi.
- Kröfur um afleiddan kostnað vegna tilfallandi bilunar, þ.e. afnotamissi, tímatap, eldsneytiskostnað, símanot, ferðakostnað, gistingu, flutning, tjón eða tap persónulegra muna, viðskiptatjón og tekjutap.
- Hafi vegmæli bifreiðar verið breytt, þannig að ekki sé unnt að lesa af honum og staðfesta hve mikið viðkomandi bifreið hefur verið ekið.
- Skemmdir sem verða af þeirri ástæðu að nýja MME ökutækið þitt er innflutt, selt, eða á annan hátt flutt til lands sem það var ekki framleitt fyrir og sem útheimtir aðra tæknilýsingu ökutækis en það land sem nýja MME ökutækið þitt var framleitt fyrir.
Áskilnaður
Við áskiljum okkur rétt til að skoða viðkomandi bifreið (hvort sem er fyrir eða eftir viðgerð) og/eða hluta hennar.
12 ára ryðvarnarábyrgð
MME veitir 12 ára ábyrgð mismunandi eftir gerðum, gagnvart gegnumryðgun samkvæmt nánari skilyrðum og ákvæðum hér að neðan.
Þessi ábyrgð er óháð ekinni vegalengd bifreiðarinnar frá fyrsta skráningardegi og tekur til alls ytra byrðis yfirbyggingarinnar, þar sem rekja má ryðmyndun innanfrá til ágalla í efni eða vinnubrögðum. Hvaða viðurkennt Mitsubishi þjónustuverkstæði sem er, mun lagfæra slíkan galla, eiganda bifreiðarinnar að kostnaðarlausu.
Athugasemd:
Ryð/tæringu, annað en gegnumryðgun, og galla í málningu á yfirbyggingu er fjallað um í kaflanum um grunnábyrgð.
12 ára ábyrgð gagnvart gegnumryðgun nær ekki til eftirfarandi atriða:
- Tæring vegna skemmda af völdum óhappa, misnotkunar eða breytinga á bifreiðinni.inni.
- Kemísk efnamengun, fugladritur, súrt regn, snjóhagl, umferðaróhöpp, sandfok, saltmengun, af-ísunarefni, grjókast, eldsvoði, mannleg mistök, vanræksla, óeirðir eða náttúruhamfarir.
- Tæring vegna vanrækslu á að lagfæra minniháttar skemmdir.
- Tæring, sem rekja má til þess, að ekki hefur verið farið eftir fyrirmælum í þjónustuhandbók (owner´s manual).
- Bætur vegna afleidds kostnaðar samfara tilfallandi ábyrðgarviðgerð, svo sem afnotamissir, tímatap, eldsneytiskostnaður, símanot, ferðakostnaður, gisting, viðskiptatjón og tekjutap.
- Aðrar orsakir tæringar, sem ekki verða raktar til MME.
Skyldur eiganda
Á 12 mánaða fresti, talið frá upphafsdegi ábyrgðar skal eigandi á sinn kostnað, láta skoða ytra byrði yfirbyggingar og undirvagn og gera nauðsynlegar úrbætur á ryðvörn, ef þarf.
Þegar þeirri skoðun er lokið, skal sá, sem verkið vinnur, fylla út og stimpla skrá um árlega skoðun yfirbyggingar. Þessa skrá er að finna í Sam-Evrópska þjónustuheftinu bls. 1-26 ~ 1-29.
Allar viðgerðir eftir steinflísar, rispur og skemmdir, o.s.frv., verða að fara fram á kostnað eiganda.
Ef bifreiðin hefur orðið fyrir umferðaróhappi, eða vegna annara orsaka þarf að lagfæra eða skipta um ytra byrði á yfirbyggingu, verður að framkvæma þá aðgerð í samræmi við þær vinnuaðferðir, sem lýst er í viðeigandi viðgerðahandbók.
Öryggisinnkallanir/þjónustuinnkallanir
Fyrir kemur að framleiðandinn þarf, af öryggisástæðum, að innkalla ökutæki. Í slíkum tilvikum mun viðurkenndur dreifingaraðili Mitsubishi í þínu heimalandi tilkynna þér um það skriflega og óska eftir að þú farir með ökutæki þitt til næsta viðurkennda þjónustuaðila Mitsubishi til að láta framkvæma nauðsynlegar úrbætur, þér að kostnaðarlausu.
Þegar lagfæringu er lokið, er áriðandi að skrá um þjónustu/innköllun í Sam-Evrópska þjónustuheftinu, bls. 1-31, sé fyllt út og stimpluð hjá viðkomandi Mitsubishi þjónustuverkstæði.
Gjöld sem verða vegna bilunar, t.d. missir ökutækis í notkun, tímatap, eldsneytis-, síma-, ferða- og dvalarkostnaður, tjón við flutninga eða skemmdir á persónulegum eigum, sölutap eða tekjutap, falla ekki undir MME.
Ábyrgð á varahlutum og aukahlutum
Ekta Mitsubishi varahlutir:
Á öllum ekta varahlutum frá Mitsubishi er ábyrgð gagnvart verksmiðjugöllum sem varir í tvö ár frá kaupdegi, óháð notkun bifreiðarinnar í kílómetrum.
Til þess að færa sönnur á að tilgreindur varahlutur njóti ábyrgðar, er krafist tilheyrandi kaupanótu og/eða viðgerðareiknings, ef hluturinn reynist gallaður. Þess vegna er nauðsynlegt að halda þessum gögnum vel til haga.
Ekta Mitsubishi aukahlutir:
Á öllum ekta aukahlutum frá Mitsubishi er ábyrgð gagnvart verksmiðjugöllum sem varir í tvö ár frá kaupdegi, óháð notkun bifreiðarinnar í kílómetrum.
Til að sanna að þessir aukahlutir séu með þessa ábyrgð verður krafist nauðsynlegs reiknings fyrir afhendingu og/eða ísetningu sem sönnunar um kaup. Vinsamlegast geymdu þessi skjöl á öruggum stað.
Ekta Mitsubishi skiptihlutir:
Á öllum skiptihlutum frá Mitsubishi er ábyrgð gagnvart verksmiðjugöllum sem varir í tvö ár frá kaupdegi, óháð notkun bifreiðarinnar í kílómetrum.
Til þess að færa sönnur á að tilgreindur skiptihlutur njóti ábyrgðar, er krafist tilheyrandi kaupanótu og/eða viðgerðareiknings, ef hluturinn reynist gallaður. Þess vegna er nauðsynlegt að halda þessum gögnum vel til haga.
Ábyrgð Mitsubishi vegna varahluta, aukahluta og skiptihluta tekur aðeins til framleiðslugalla á viðkomandi hlut og skemmda, sem hann kynni að hafa valdið á öðrum hlutum.
Ábyrgðin tekur ekki til rangra vinnubragða eða skemmda, við ísetningu.
Fyrir ekta varahluti, fylgihluti og skiptihluti frá Mitsubishi gilda sömu skilmálar og lýst er á blaðsíðu 2-3.
Gildissvæði:
Svæði þar sem NÝ ÁBYRGÐ ÖKUTÆKIS og ábyrgðir á ekta Mitsubishi varahlutum, aukahlutum og skiptihlutum gilda eru eftirfarandi þjóðlönd:
Albanía, Andorra, Austurríki, Belgía, Bosnía-Hersegóvína, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Gíbraltar, Grikkland, Holland, Hvíta-Rússland*, Írland (Eire), Ísland, Ísrael, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Líktenstein, Litháen, Lúxemborg, Makedónía, Malta, Mónakó, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Rússland*, San Marínó, Serbía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svartfjallaland, Sviss, Svíþjóð, Tékkland, Tyrkland, Ungverjaland, Úkraína*, Vatíkanið og Þýskaland.
* Fyrir þessi lönd gildir NÝ ÁBYRGÐ ÖKUTÆKIS aðeins í landinu sjálfu, en hins vegar eiga viðskiptavinir frá þessum löndum sem eru tímabundið á ferðalagi í gegnum hvert af þessum ofangreindu löndum sem gildissvæðið nær yfir, rétt á ábyrgðarviðgerðum.
Ef um er að ræða varanlegan flutning til Hvíta-Rússlands, Rússlands eða Úkraínu (ökutæki ekki lengur skráð í upprunalandi) frá hverju því landi sem eftir stendur í ofangreindum lista um gildissvæði er NÝ ÁBYRGÐ ÖKUTÆKIS ekki lengur í gildi.
Lögbundinn réttur
Ekkert í þessum ábyrgðarskilmálum hefur áhrif á réttarstöðu neytenda.
Ábyrgðarveitandi:
MITSUBISHI MOTORS Euopre B.V.
Mitsubishi Avenue 21
6121 SG Born
The Netherlands
Ábyrgðarviðgerðir á ferðalögum erlendis
Ef þú ferðast í bifreið þinni um eitthvert þeirra landa, sem tiltekin eru undir fyrirsögninni Gildissvæði, átt þú rétt á ábyrgðarviðgerð hjá sérhverju viðurkenndu Mitsubishi þjónustuverkstæði.
Forsenda þess að hægt sé að afgreiða slíka viðgerð á grundvelli ábyrgðar, er að í bifreiðinni sé Sam-Evrópska þjónustuheftið, vegna þess að viðkomandi Mitsubishi þjónustuverkstæði þarf á þeim upplýsingum að halda, sem þar er að finna, varðandi skráningu bifreiðarinnar, til að fullgera ábyrgðarkröfu fyrir þína hönd.
Séu þessi gögn ekki til staðar, verður þú að greiða fyrir viðkomandi viðgerð. Til þess að fá kostnaðinn endurgreiddan, þarft þú að geyma reikninginn og fá viðurkennt Mitsubishi þjónustuverktæði í þínu heimalandi til að innheimta upphæðina.
Rétt er að taka fram, að ekki er víst að viðeigandi varahlutir séu á boðstólum í því landi, sem þú ert staddur, fyrir sambærilega bifreið og þína, ef bílar af nákvæmlega þeirri gerð eru þar ekki til sölu.