Fara í efni

Endurvinnsla virkar

Við hjá Mitsubishi Motors berum mikla virðingu fyrir náttúrunni og við veljum efni sem hægt er að endurvinna og endurnota eftir að bíllinn hefur lokið líftíma sínum. Hver bíll er smíðaður til að endast en þegar langur líftími hans er á enda tökum við bílinn aftur til okkar og endurvinnum hann á umhverfisvænan hátt, í samræmi við tilskipun ESB um lok líftíma ökutækja og öll viðeigandi landslög og ákvæði sem gilda á hverjum stað fyrir sig.

Að sjálfsögðu uppfyllir Mitsubishi öll evrópsk lagaskilyrði. Bílar frá okkur uppfylla Evróputilskipun um endurnotkun, endurvinnslu og endurheimt (Reusability, Recyclability and Recoverability (RRR)) allt frá fyrstu skrefum í framleiðslu bíls, í gegnum framleiðsluferlið, notkun og allt til enda líftíma bílsins.

Auk þess er fylgst með notuðum framleiðslu- og viðhaldsefnum og þau skráð í samræmi við REACH-reglugerðina (Regulation on Restriction Evaluation Authorisation of Chemicals).

Nánar er hægt að lesa sér til um umhverfisstefnu Mitsubishi Motors í Evrópu hér

 

Endurvinnsla fyrir rafhlöður rafmagns- og tengiltvinnbíla; spurningar og svör:

Hvernig fargar HEKLA rafhlöðum úr rafmagns- tengiltvinnbílum?
HEKLA er með samning við Hringrás sem tekur við rafhlöðum frá fyrirtækinu og sendir til Umicor í Belgíu sem endurvinnur rafhlöður. 

Aðstoðar HEKLA viðskiptavini við förgun á rafhlöðum?
Til að allar varúðarráðstafanir séu gerðar varðandi það að koma rafhlöðu í rétt endurvinnsluferli er nauðsynlegt að snúa sér til þjónustuaðila HEKLU ef upp kemur að rafhlaða sé ónýt. Hér má sjá lista yfir þjónustuaðila HEKLU