Fara í efni

Græn hönnun

Hlýnun jarðar er alvarlegt vandamál og í bílaiðnaðinum er unnið hörðum höndum að því að auka sparneytni og minnka losun kolefnis. Loftstraumfræði getur leikið mikilvægt hlutverk í lækkun útblásturs, sérstaklega á þjóðvegahraða. Okkar frábæru verkfræðingar hanna nýjar gerðir yfirbyggingar með prófunum í vindgöngum þar sem notast er við eftirlíkingar af bílnum og tölvumyndir. Rannsókna- og þróunardeildin hefur þróað margbrotna sýndarveruleikatækni til að prófa loftflæði forsmíðaðra bíla jafnvel áður en þeir eru búnir til. Með sömu tækni geta hönnuðir "ekið" við raunverulegar aðstæður og jafnvel upplifað það sem ökumaður myndi sjá. Þetta sparar orku, efni og eldsneyti í samanburði við að prófa frumgerð af bíl. 

Hönnuðir okkar prófa líka ný umhverfisvæn efni sem nota á í bílum framtíðarinnar. Sum þessara efna voru fyrst sýnd á Concept-Cx, þar á meðal umhverfisvænt plast: flokkur resín-efna sem eru að stofni til úr plöntum. Þau má nota í hluti eins og gólfmottur, dyraklæðningar, sætisbök og önnur áklæði í innanrými.