Fara í efni

Þitt framlag

Fjarlægðu ónauðsynlega hluti úr bílnum

  • Ekki flytja ónauðsynlega hluti með þér í bílnum. Þakgrind eykur loftmótstöðu og eykur þar með eldsneytiseyðslu. Það sama gildir um ónauðsynlegan farangur í skottinu.

Gættu að þrýstingnum í dekkjunum

  • Hafðu auga með þrýstingnum í dekkjunum. Meira rennslisviðnám verður af breiðari dekkjum, þ.e. þegar of lítið loft er í dekkjum. Almennt er talið að 20% útblástur leiði til 3% meiri eldsneytiseyðslu.

Bíllinn þarf reglulegt viðhald

  • Skiptu um olíur og síur í samræmi við þjónustuhandbókina og farðu líka reglulega með bílinn í ástandsskoðun til að tryggja að hann aki mjúklega og af sparneytni.

Sameinaðu ferðir

  • Upphitaðar vélar valda mun minni loftmengun og því getur það að sameina margar stuttar ferðir í eina gert mikinn mun. Fyrir styttri vegalengdir ættir þú að ganga, nota almenningssamgöngur eða hjóla. Það má líka bera matvörur og aðra sambærilega byrði á reiðhjóli með bakpoka eða á annan snjallan hátt.

Skiptu um gír á lægri snúningshraða

  • Ef þú ert með beinskiptingu skaltu skipta um gír á lægri snúningshraða vélarinnar. Þumalputtareglan er að skipta um gír áður en 3000 sn. er náð ef þú ert á bensínbíl og fyrir 2000 sn. ef þú ert á dísilbíl. Ef bíllinn er sjálfskiptur skaltu forðast að nota sport-stillinguna því það hefur í för með sér að bíllinn skiptir um gír á hærri snúningshraða vélarinnar en ella. Einnig skaltu forðast að stíga eldsneytisgjöfina í botn en það veldur því að gírkassinn stekkur niður í lægri gír.

Skipt úr fyrsta í þriðja gír

  • Á beinum og jöfnum vegi er best að skipta úr fyrsta í þriðja gír fyrir skilvirkari akstur. Gefðu hægt inn og forðastu að stíga bensíngjöfina meira en hálfa leið niður.

Fylgstu með umferðinni

  • Horfðu vel fram fyrir þig til að leggja mat á umferðarstrauminn. Forðastu óþarfa hröðun og hemlun, færri stopp og ræsingar þýða minni losun kolefnis.

Viðhaltu jöfnum hraða

  • Aktu á stöðugum hraða í hæsta mögulega gír. Til dæmis er 80 km hraði á klst. í hæsta gír fínt fyrir flesta bíla og slíkur akstursmáti stuðlar að minni eldsneytiseyðslu.

Dreptu á vélinni

  • Ef þú þarft að bíða í meira en eina mínútu, til dæmis í umferðarhnút, þá getur þú sparað 0,5 l á klukkutíma af eldsneyti.

Hægðu á þér

  • Meira en 50% af orkunni sem þörf er fyrir til að færa bílinn er eytt í að þrýsta frá flæðandi lofti. Því hraðar sem þú ekur því meiri loftmótstaða. Með því að auka hraðann úr 100 km klst. upp í 120 km klst. eykst eldsneytiseyðsla um 20%. Með því að minnka hraðann úr 100 km klst. niður í 90 km klst. minnkar eldsneytiseyðsla um 10%.

Slökktu á loftræstingunni

  • Notaðu loftræstinguna bara þegar þú þarfnast hennar. Rannsóknir hafa sýnt að notkun loftræstingar eykur eldsneytiseyðslu (milli 2% og 10%).

Notaðu aksturstölvu

  • Greiningartæki í bílnum geta hjálpað til við eldsneytissparnað. Aksturstölvur gefa þér oft vísbendingu um skyndilega eldsneytiseyðslu sem hjálpar þér að átta þig á hvernig aksturslag þitt hefur áhrif á eldsneytiseyðsluna.

Skrúfaðu rúðuna upp

  • Á hraða yfir 50 km á klst. eykur opinn gluggi loftmótstöðu áþreifanlega. Á hærri hraða getur verið gagnlegra að nota loftræstinguna.

Notaðu hraðastillinn skynsamlega

  • Á löngum og jöfnum vegum hjálpar hraðastillirinn þér að viðhalda jöfnum hraða en þú skalt ekki hafa hann í gangi þegar þú ekur um ójafna vegi, upp brekkur og niður í dali. Þá skiptir gírkassinn í lægri gír í hæðum til að viðhalda völdum hraða þar sem ökumaður kynni að kjósa að aka á lægri hraða.