Fara í efni

Spurt & svarað

Veistu hvað þú ert að kaupa?

Vertu með allt á hreinu áður en þú kaupir nýjan Eclipse Cross PHEV.
Bifreiðakaup eru ein stærsta fjárfestingin á eftir fasteignakaupum. Það getur skipt þig miklu máli að velja vel hvar þú kaupir bílinn; frá viðurkenndu umboði eða öðrum óháðum bílainnflytjendum.

Við hvetjum þig til að skoða eftirfarandi atriði áður en þú tekur ákvörðun um kaupin:

Hver er söluaðili bílsins?

Söluaðili nýs bíls ber ábyrgð gagnvart sínum viðskiptavini og er það meðal hlutverka hans að tryggja aðgengi að fræðslu, þjónustu og úrlausnum ef upp koma alvarleg vandræði með bílinn. Sumir óháðir söluaðilar koma hlutum þannig fyrir að þeir eru milligöngumenn viðskiptanna en ekki seljendur og þannig ekki ábyrgir gagnvart sínum viðskiptavinum, þegar á hólminn er komið.

Fjöldi möguleika, gerða, tæknibúnaðar og orkugjafa bifreiða eykst stöðugt sem gerir valið krefjandi fyrir bílakaupandann. Upplýst kaupákvörðun er lykilatriði og þar skiptir góð þekking og ráðgjöf söluaðila miklu máli. HEKLA hefur flutt inn bifreiðar í 85 ár og starfsfólk okkar býr yfir víðtækri reynslu af viðurkenndri söluráðgjöf og þjónustu bifreiða frá leiðandi framleiðendum. Starfsfólk HEKLU hefur vottun í þjónustu á Mitsubishi bifreiðum, sölu, viðhaldi og viðgerðum.

Við hvetjum þig til að spyrja söluaðila hver reynsla þeirra og þekking sé á þeim bílum sem þeir eru að bjóða.

Hver mun annast þjónustu bílsins?

HEKLA hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum sínum örugga og góða þjónustu. Meðal annars með þjálfun sérhæfðs starfsfólks og fjárfestingu í fullkomnum tæknibúnaði. Ef eitthvað kemur upp getur skipt sköpum að fá hraða og örugga þjónustu hjá aðila sem þú getur treyst að verði til staðar fyrir þig þegar á reynir. HEKLA fylgir eftir ábyrgð bílsins, annast þjónustu og passar að þú getir ávallt leitað til viðurkenndra söluráðgjafa og þjónustuverkstæða.

Við hvetjum þig til að spyrja söluaðila hvernig þjónustu verður háttað gagnvart nýja bílnum þínum.

Er bíllinn nýr?

Þegar bíll er keyptur með milligöngu annarra en umboðsaðila alþjóðlegra bílaframleiðenda er bíllinn forskráður eða nýskráður erlendis og í sumum tilvikum ekinn einhverja vegalengd áður en hann er fluttur til Íslands. Bíllinn er því ekki fluttur inn sem nýr, heldur sem notaður. Þetta hefur áhrif á verðmæti bílsins þegar samanburður er gerður við nýjan bíl, og hefur gjarnan áhrif á endursöluverð bílsins, enda koma þessar upplýsingar fram í skráningarskírteini bílsins.

Við hvetjum þig til að spyrja hvort bíllinn sem þú ert að skoða sé nýr eða notaður.

Ertu að bera saman samskonar bíla?

Að framansögðu er ljóst að við samanburð á nýjum bíl og notuðum þarf að taka tillit til verðlækkunar vegna aldurs notaða bílsins. Búnaður bílanna geta einnig verið mismunandi og hugsanlega vantar upplýsingar til að gera kaupanda kleift að gera eðlilegan samanburð á nýjum bíl frá umboði og bíl sem fluttur er inn af öðrum aðilum. Þá er einnig vert að minna á að athuga hvort bíllinn sé útbúinn fyrir akstur á norðlægum slóðum. Starfsfólk HEKLU hefur þá skyldu að veita kaupendum nýrra bíla nákvæmar og réttar upplýsingar sem uppfylla ströngustu kröfur þeirra bílaframleiðenda sem HEKLA annast umboð fyrir.

Við hvetjum þig til að spyrja hvort verið sé að bera saman eins útbúna bíla og leita ráða hjá fleiri en einum aðila til að tryggja að allar upplýsingar séu teknar með í samanburðinn.

Er bíllinn í ábyrgð?

HEKLA annast ábyrgðarviðgerðir fyrir allar Mitsubishi bifreiðar. Viðskiptavinir HEKLU njóta forgangs þegar kemur að þjónustu og Heklurútan skutlar viðskiptavinum HEKLU endurgjaldslaust þegar bíl er skilað inn til viðgerðar og sækir þá þegar bíllinn er tilbúinn. Auk þess lánar HEKLA viðskiptavinum sínum bílaleigubíl meðan á lengri ábyrgðarviðgerðum stendur, sjá ábyrgðarskilmála. HEKLA fylgir eftir ábyrgðarviðgerðum, innköllunum, annast þjónustu og passar að viðskiptavinir HEKLU geti ávallt leitað til viðurkenndra söluráðgjafa og viðurkenndra þjónustuverkstæða.

Við hvetjum þig til að spyrja hvernig þjónustu verður háttað ef til alvarlegra ábyrgðarbilana kemur.

Er bíllinn dýrari hjá umboði?

Þær kröfur sem gerðar eru til HEKLU og annarra viðurkenndra innflutningsaðila nýrra bifreiða gera kröfu um fjárfestingu í mannauð, tækjum og aðstöðu til að þjónusta bifreiðaeigendur. Þessi krafa skapar eðlilega verðmun þegar borin er saman verðlagning hjá aðila sem ekki hefur sama þjónustustig og innflutningsaðili með sérhæft starfsfólk og fullkominn tæknibúnað.

Við hvetjum þig til að kynna þér vel hve mikill verðmunurinn raunverulega sé og spyrja þig hvort hann sé réttlætanlegur.

Hver er til staðar fyrir þig?

HEKLA leggur mikla áherslu á að eigendur HEKLU bíla geti nýtt sér alla möguleika nýja bílsins. Tækni hefur fleytt fram og til að koma til móts við nýja eigendur býður HEKLA upp á námskeið og fullt aðgengi að starfsfólki með þekkingu á nýjustu tækni – án endurgjalds.

Við hvetjum þig til að spyrja hver muni veita þér þá ráðgjöf og fræðslu sem þörf er á vegna nýja bílsins þíns.

Við hjá HEKLU leitumst við að veita framúrskarandi þjónustu til mæta þínum þörfum og standa vörð um þína hagsmuni ef eitthvað bjátar á.