Nýr Mitsubishi Outlander með 8 ára ábyrgð!

Nýr Mitsubishi Outlander með 8 ára ábyrgð


Nýja ábyrgðin samanstendur af 5 ára verksmiðjuábyrgð ásamt 3 ára viðbót að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Framlengd ábyrgð hefst þegar 5 ára eða 100.000 km verksmiðjuábyrgð á ekki lengur við. Framlengdur ábyrgðartími er endurnýjaður á 12 mánaða fresti með árlegu viðhaldi og lýkur við 8 ára aldur ökutækis eða 160.000 km akstur (hvort sem kemur fyrr). Forsendur fyrir því að ábyrgðarframlengingin gildi er að bíllinn sé þjónustaður af viðurkenndum þjónustuaðila Mitsubishi. 8 ára ábyrgðin nær yfir allar helstu íhluti bílsins og veitir eigendum aukið öryggi og hugarró í allt að átta ár frá kaupdegi. Nánari upplýsingar um nýju ábyrgðina má finna hjá söluaðilum Mitsubishi.