Skoða Umhverfið
  • About environment banner 01

   ÁBYRGÐ OKKAR GAGNVART UMHVERFINU

   Við hjá Mitsubishi höfum gripið til aðgerða til að lágmarka áhrif bílanna frá okkur á umhverfið. Kynntu þér hvað við erum að gera til að gera framleiðsluferlið okkar umhverfisvænna – fáðu hagnýtar ábendingar um hvernig þú getur ekið á umhverfisvænni hátt og lækkað um leið kostnað.  • iMiEV-MY15

   UMHVERFISVÆNN OG SNJALL VALKOSTUR

   i-MiEV er einn af fyrstu rafbílunum á almennum markaði í Evrópu og hann er að valda byltingu í hugarfari okkar gagnvart bílum. i-MiEV, (i Mitsubishi innovative Electric Vehicle) er hátindurinn í umhverfisvænni tækni Misubishi Motors, sem við höfum þróað og kynnt í yfir 40 ár; hann er tákn um sífellda viðleitni okkar til að draga úr áhrifum á umhverfið. Með losun kolefnis upp á núll komma núll er i-MiEV snjall og hagnýtur kostur fyrir þá sem hugsa um umhverfið, það er gaman að aka honum og hann er góður fulltrúi fyrir það markmið okkar að skapa sjálfbæra framtíð.

   i-MiEV er hraðskreiður, sprækur, hljóðlátur, þægilegur og notendavænn; fjögurra dyra og tekur fjóra farþega; einn fyrsti hagnýti og nútímalegi rafbíllinn sem nokkurn tíma hefur verið framleiddur í Evrópu.Skoða Arfleiðina
  • aboutheritagev2

   STOLT YFIR ARFLEIÐINNI

   HVERS VEGNA MÓTORSPORT ER OKKUR Í BLÓÐ BORIÐ
   Við viðurkennum að við erum dálítið stolt yfir þeirri staðreynd að við höfum verið að vinna ökukeppnir í áratugi. Reyndar erum við einn sigursælasti bílaframleiðandinn í hinum erfiða Dakar-kappakstri og Tommi Mäkinen vann hvorki fleiri nér færri en fjóra heimsmeistaratitla á bíl frá Mitsubishi. Þannig að með því að skoða kappaksturssögu okkar getur þú séð hvernig þátttaka okkar í kappakstri hefur hjálpað okkur að búa til betri og sterkari bíla fyrir þig og aðra ökumenn.
   aboutheritagev2