Fara í efni

Umhverfisvæn tækni

Við hjá Mitsubishi Motors leggjum þunga áherslu á að þróa samgöngulausnir til framtíðar sem stuðla að lítilli kolefnismengun. Hluti af þeirri vinnu er þróun EV-tækninnar (EV = Electric Vehicle = rafbíll). Hjá okkur snýst þetta ekki um tíðaranda því fyrsti rafbíllinn hjá Mitsubishi Motors var smíðaður árið 1970. Þróunarvinna okkar við lithion rafgeyma hefur leitt til aukinna möguleika hvað varðar hraða og aksturslengdir í rafbílum vegna mikillar endingar rafhleðslunnar.

Hjá Mitsubishi Motors leggjum við hart að okkur við að leita lausna gegn vandamálum á borð við mengun og hnattræna hlýnun, sem og þörfinni fyrir fjölbreytari orkulindir svo við verðum ekki eins háð jarðefnaeldsneyti. Þess vegna höfum við sett í forgang það verkefni að þróa rafbíla sem eru án mengandi útblásturs. Við byggjum á næstum fimm áratuga reynslu. Þróunarstarfið hófst seint á sjöunda áratug síðustu aldar og skilaði af sér fyrsta rafbílnum hjá Mitsubishi Motors árið 1970. Hann var kallaður Minica EV og gekk fyrir hefðbundnum blýrafgeymi. Mitsubishi veitti orkufyrirtækjum og stjórnvöldum um 150 slíka bíla fyrir prófanir.

Í kjölfarið fylgdi röð þróaðri rafbíla frá Mitsubishi í gegnum níunda og tíunda áratuginn. Stærstu skrefin í þessari þróun hefur eingöngu verið hægt að stíga vegna þess að léttari og skilvirkari lithion rafgeymar komu til sögunnar um aldamótin og voru þeir notaðir til að knýja rafbílinn Mitsubishi i-MiEV, fyrsta fjöldaframleidda rafbílinn í heimi, sem koma á markað 2009. Frá þeim merku tímamótum hafa rafbílar þróast frá því að vera eingöngu hagnýt flutningstæki yfir í að vera flottir og skemmtilegir borgarbílar sem sést einna best á gríðarlegum vinsældum Outlander PHEV sem hefur slegið hvert sölumetið á fætur öðru. 

Outlander PHEV er rafmagnaður draumur með sínum afar skilvirka rafal sem útbúinn er kerfinu Electricity Generation Control. Þetta tæki framleiðir ekki bara rafmagn á skilvirkan hátt heldur fangar orku sem ella færi til spillis til að endurhlaða rafgeyminn þegar hægt er á hraða eða hemlað.