• Cleartec

  cleartec-brake.jpg
  braking_energy.png
  ENDURNÝTANLEG

  ORKA

  Colt ClearTec er rafmagnaður draumur með sínum afar skilvirka rafal sem útbúinn er kerfinu Electricity Generation Control. Þetta tæki framleiðir ekki bara rafmagn á skilvirkan hátt heldur fangar orku sem ella færi til spillis til að endurhlaða rafgeyminn þegar hægt er á hraða eða hemlað. 

  Þegar þú hemlar í venjulegum bíl hverfur hreyfiorkan sem myndast við framrás bílsins í formi hita. ClearTec geymir sumt af þeirri orku sem er að fara til spillis og umbreytir henni í afl sem geymist í rafgeyminum.

  Rafallinn í Clear Tec er líka skynvæddur. Þegar rafgeymirinn er yfir tilteknu orkustigi minnkar hann framleiðslu á rafmagni til að draga úr hleðslu á vélinni og spara eldsneyti.

  Þessi eiginleiki einn og sér veldur 11-15% af heildarminnkun kolefnislosunar í ClearTec (fer eftir gerðum).

Contact a dealer about a service