• ÞJÓNUSTA VIÐ VIÐSKIPTAVINI 

    Við viljum svara þínum spurningum eins hratt og vel og hægt er. Til að það sé hægt höfum við safnað saman svörum við algengustu spurningunum sem koma upp. Farðu bara í þann flokk sem þitt efni fellur undir og leitaðu að viðeigandi spurningu og svari.

spurningar um Accessories & PROMOTION MATERIALS

Hvaða aukahluti get ég keypt fyrir minn Mitsubishi, hvar get ég keypt þá og hvað tekur langan tíma að panta og fá Mitsubishi-aukahluti afhenta? Hvaða áhrif hefur það að bæta aukahlutum við trygginguna mína?

Mitsubishi-aukahlutir

Hekla, sem söluaðili Mitsubishi á Íslandi, er staðurinn til að finna þá aukahluti sem þig vantar í þinn Mitsubishi. Verð er með öllu innifalið, þar á meðal (þegar við á) uppsetning af hendi fagmanna á þessum Mitsubishi-aukahlutum í bílinn þinn. Og ef það sem þú óskar eftir er ekki til á lager færðu að vita hvenær það verður til.

Ef þú ert að leita að Mitsubishi-aukahlutum en hefur ekki valið ennþá getur þú kannað hvaða Mitsubishi-aukahlutir eru til á staðnum. Hvenær fæ ég Mitsubishi-aukahlutina mína? Rétt eins og þegar þú pantar varahluti þá eru Mitsubishi-aukahlutirnir sem þú pantar sendir fljótt og örugglega til okkar í Heklu. Auðvitað er tíminn sem þú þarft að bíða eftir aukahlutunum sem þú pantaðir háður því hvað er til og hve oft er fyllt á birgðir, en í flestum tilvikum tekur afhending innan við einn dag. Hefur það að bæta við Mitsubishi-aukahlutum áhrif á trygginguna þína? Að bæta við Mitsubishi-aukahlutum gæti haft áhrif á trygginguna þína en það fer eftir fjölda, gerðum og verði aukahlutanna, sem og viðkomandi skilmálum tryggingarinnar.

Almennt mælum við með því að þú tilkynnir um Mitsubishi-aukahluti til tryggingafélagsins þíns. Þegar aukahlutur hefur áhrif á virkni bílsins eða hvernig hann starfar. En almennt talað er ólíklegt að (ekta) Mitsubishi-aukahlutir geti haft slíkar afleiðingar. Einnig þarftu að ganga úr skugga um að þeir séu tryggðir ef slys verður eða bíllinn glatast, jafnvel þó að þetta hafi áhrif á tryggingariðgjaldið. Ef þú hefur einhverjar efasemdir eða spurningar varðandi hvort tryggingin nái yfir Mitsubishi-aukahluti eða þeir hafi áhrif á hana þá skaltu hafa samband við tryggingafélagið þitt eða tryggingafulltrúann.

Hvar og hvernig nálgast maður Mitsubishi-merktan varning?

Við erum með Mitsubishi-merktan varning í Heklu og ef þú ert á ferðalagi erlendis nálgast þú slíkar vörur á næstu vottuðu þjónustustöð Mitsubishi. Hjá Heklu veitum við þér með ánægju upplýsingar um verð á öllum Mitsubishi-varningi, til dæmis húfum og skyrtum. Ef nákvæmlega þeir hlutir sem þig langar til að kaupa eru ekki til á staðnum getum við sagt þér hvenær þeir eru væntanlegir.

spurningar um Driving tips

Er Mitsubishi með einhver sérstök ráð um akstur yfir vetrartímann?

Ráð um akstur yfir vetrartímann. Snjór og ís geta verið falleg sjón en veturinn getur líka verið þungur í skauti fyrir ökumenn og bílana þeirra. Til öryggis er mælt með góðum undirbúningi fyrir veturinn. Til að hjálpa þér við þann undirbúning hefur Mitsubishi Motors útbúið úrval af góðum ráðum um akstur yfir vetrartímann. Þessi ráð um vetrarakstur eru allt frá ábendingum um undirbúning fyrir ferðina að viðbrögðum við neyðarástandi. 
Vetrarökuráð - undirbúðu þig og bílinn 
Yfir veturinn virðast alls konar vandamál birtast upp úr þurru. Sannleikurinn er þessi: Flest vandamálin voru þegar til staðar en komu ekki í ljós fyrr. Algengasta vandamálið er veikur rafgeymir. Á sumrin og jafnvel haustin getur verið lítið á rafgeyminum án þess að maður taki eftir því en á veturna verður þetta fljótt að vandamáli sem truflar allt sem þú hafðir hugsað þér að gera í tengslum við bílinn. Ef þú vilt tryggja að þinn Mitsubishi sé tilbúinn til að takast á við allskonar veðurskilyrði er best að þú farir með hann í vetrarskoðun í Heklu eða á vottaða þjónustustöð Mitsubishi. Þá eru öll möguleg vandamál uppgötvuð og gripið til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir alvarlegan vanda. Ef bíllinn síðan stenst skoðun þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu. 
Á löngum leiðum getur verið góð hugmynd að hafa til staðar teppi og dálítið af geymsluþolnum mat og vatn í flösku ef þú skyldir lenda í því að þurfa að eyða nótt í bílnum. 
Vetrarökuráð - akstur í hálku Akstur í snjó eða hálku er hættulegur og ef þú hefur ekki góða ástæðu til að vera á ferðinni skaltu einfaldlega sleppa því. Margir vanmeta hættuna af akstri í snjó eða hálku sem leiðir til fjölda óþarfa óhappa. Við værum ekki að gefa vetrarökuráð ef enginn þyrfti á þeim að halda. Ekki ofmeta getu þína til að hafa stjórn á bílnum í hálku þrátt fyrir allan þann nútímatæknibúnað sem er að finna í bílnum. Að láta setja vetrardekkin undir bílinn er nauðsynlegt. 

Vetrarökuráð - Umfram allt, haltu ró þinni 
Hægt er að rétta af eftir að dekkin taka að renna til. Aktu í áttina þangað sem bíllinn rennur. Reyndu að stýra ekki of hratt. Reyndu bara að ná stjórn á bílnum aftur. 

Vetrarökuráð - að hemla eða ekki hemla 
Gerðu þér grein fyrir muninum á því að vera með ABS-hemla og vera ekki með þá. Ef bíllinn er ekki með ABS-kerfi (flestir nútímabílar eru með það) getur þú notað bremsurnar á sama hátt og vanalega, ef ekki er of mikil hálka. Án ABS er besta leiðin til að halda stjórn á bílnum að stýra. Og ef þú verður að hemla er eina leiðin til að koma í veg fyrir að hjólin festist á hálu undirlagi að hamast á bremsunum. 

Vetrarökuráð - að sjá og sjást 
Tryggðu að þú hafir alltaf gott útsýni (er nægilegt magn af rúðuvökva í vökvageyminum?) og aktu með ljósin á.

Býður Mitsuibishi upp ökuráð?

Ráð fyrir öruggan akstur 
Mikið af góðum ökuráðum má finna á internetinu. Kannski hefur þú lesið mörg þeirra. Að þú skulir lesa um ökuráð gefur til kynna að þú gerir þér grein fyrir því að akstur er alvörumál. Eins gaman og við höfum af því að segja þér frá því hve þægilegir og tæknilega þróaðir bílarnir okkar eru þá leggur Mitsubishi Motors þunga áherslu á það að akstur bíls er mikið alvörumál. Þess vegna höfum við sett nokkur ökuráð í kaflann Algengar spurningar; við höfum ákveðið að nefna nokkur atriði sem virðast augljós en mjög oft er litið framhjá þeim. 

Ökuráð - almennt öryggi 
Það er gott að gera einfalda öryggiskönnun á bílnum í hvert sinn sem þú ætlar að aka honum. Að skoða hvort hæfilegur þrýstingur er á dekkjunum og hvort einhver vökvi leki undan honum ætti ekki að taka langan tíma. Að kanna hvort ljósin virki rétt ætti að gera oft. Mundu að farþegar geta aðstoðað þig. 

Ökuráð - að halda einbeitingunni 
Notkun hliðarspegla er sjálfgefin; kannaðu hvað er fyrir aftan þig og til hliðanna til að forðast árekstur. Ekki treysta á dómgreind annarra ökumanna og gerðu alltaf ráð fyrir óvæntum ákvörðunum sem geta skapað hættu; þú þekkir ekki hina ökumennina og veist ekki í hvaða hugarástandi þeir eru og því skaltu ekki gefa þér að þeir taki sömu ákvarðanir og þú. Það er aldrei gott að vera að flýta sér í umferðinni. En þegar þú þarft að komast fljótt á milli staða skaltu muna að yfirvegun og skynsemi eru réttu leiðirnar að markinu. 

Ökuráð - varúðarráðstafanir 
Það er skynsamlegt að hafa til taks lista með mikilvægum símanúmerum og heimilisföngum í bílnum. Ef neyðaraðstæður skapast eða eitthvað verður til þess að þú þarfnast hjálpar getur slíkur listi verið ómetanlegur. Ekki borða og drekka í akstri. Jafnvel minniháttar truflun getur skapað hættu. Ef þú missir eitthvað eða hellir niður verður þú fyrir alvarlegri truflun við aksturinn. Gættu þín þegar þú ert að nota hljómtækin í bílnum. Að hækka eða lækka eða skipta um geisladisk dregur úr athygli þinni við aksturinn. Vertu á verði gagnvart þreytumerkjum á langferðum. Að geispa eða svíða í augun eru merki um að þú sért að fara að sofna. Þegar þú getur ekki lengur haldið augunum opnum skaltu stöðva bílinn og hvíla þig.

spurningar um Maintenance and Care

Hvað er almenn þjónustuskoðun?

Regluleg skoðun á bílnum sparar peninga 
Að láta skoða bílinn reglulega getur sparað þér tíma og peninga. Auðvitað eru margir sem sinna grunnskoðun á bílnum sínum sjálfir en slík skoðun er takmörkuð og yfirleitt bara lausleg athugun á vökvastöðu vélar, kælivökva rafalsins, bremsuvökva og loftþrýstingi í dekkjum. Þetta er vissulega gagnlegt en svona skoðun á bílnum leiðir ekki alltaf í ljós að hverju þarf að huga fyrr en það er orðið of seint: Sum vandamál sem leynast undir vélarhlíf bílsins geta valdið alvarlegum og dýrkeyptum bilunum. Eina leiðin til að forðast þetta er að fara með bílinn reglulega í skoðun. Tíðni skoðana fer eftir aldri bílsins eða hve marga kílómetra hann hefur verið keyrður. Það er gott að fara með bílinn í reglulega skoðun á vottaða þjónustustöð Mitsubishi (til söluaðilans Heklu eða á eftirfarandi staði: Bílson Reykjavík, Klettur Selfossi, Bifreiðaverkstæði SB Ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Skagafirði og Höldur Akureyri. 

Bíllinn skoðaður hjá söluaðila eða vottuðum þjónustuaðila
Hvað er skoðað við skoðun á bílnum hjá söluaðila eða vottuðum þjónustuaðila? Hvað er svona ólíkt í skoðun bílsins hjá vottuðum þjónustuaðila Mitsubishi? Þó að bíllinn þinn sé á margan hátt líkur bílum af annarri tegund þá kann hann líka að vera ólíkur öðrum bílum á margan hátt. Reyndar getur beinlínis verið hættulegt að bifvélavirki sem þekkir ekki til bíltegundarinnar sinni viðhaldi á bílnum. Sem dæmi eru hlutir eins og rafrásabúnaður og rafstýringar, sem eru afar mikilvægir hlutar af bílnum, svo sértækir í hverrri tegund fyrir sig að vottaðir skoðunaraðilar þurfa að annast skoðun þeirra. Búnaðurinn sem notaður er við slíkar skoðanir er jafnsértækur. Minnstu breytingar eða óregla í virkni eru greind og hægt er að bregðast við þeim löngu áður en úr verða alvarleg vandamál. 

Almenn þjónustuskoðun hjá Mitsubishi: Skoðunin sem gildir 
Það hvernig bíllinn er skoðaður hjá vottuðum þjónustustöðvum Mitsubishi er fullkomið dæmi um hvernig best er skoða bíla með reglulegu millibili. Listinn yfir þau atriði sem könnuð eru er mög langur og þetta snýst um miklu meira en bara að kíkja undir húddið. Jafnvel akstur um götur er hluti af skoðunarferlinu. Almenn þjónustuskoðun er svo ítarleg að óhætt er að segja að eigendur Mitshubishi-bíla sem láta skoða bílana sína reglulega þurfi ekkert að óttast um ástand þeirra.

Hvers vegna ætti ég að láta Heklu eða vottaða þjónustuaðila Mitsubishi sjá um viðhaldið á bílnum?

Viðhald Mitsubishi Til að tryggja að þinn Mitsubishi sé alltaf í góðu standi er best að láta Heklu eða vottaðar þjónustustöðvar Mitsubishi á Íslandi sjá um allt sem viðkemur viðhaldi. Hjá Heklu eða á vottaðri þjónustustöð Mitsubishi finnur þú starfsfólk sem þekkir bílinn þinn inn og út, fyrsta flokks bifvélavirkja sem hafa hlotið þjálfun hjá Mitsubishi til að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir bílinn þinn. Þeir hafa aðgang að nýjustu tækniupplýsingum og sérstökum verkfærum. Tæknibúnaðinn sem nauðsynlegur er til að veita fyrsta flokks viðhaldsþjónustu fyrir þinn Mitsubishi er hvergi annars staðar að finna. Þegar hlúð er að bílnum þínum notast þjónustuaðilar Mitsubishi við upprunalega Mitsubishi-varahluti. Viðhald á vottuðum þjónustustöðvum Mitsubishi er eina leiðin til að tryggja endingu og langvarandi góð afköst bílsins. Mitsubishi-viðhald: Við vitum að Mitsubishi-bílar eru ólíkir öðrum bílum. Tæknibúnaður í Mitsubishi er líka háþróaður; sum þessara kerfa, eins og ASTC-kerfið (Active Stability and Traction Control=stöðugleikastýring og spólvörn) eða EBAC-kerfið (Engine Brake Assist Control=aðstoð við vélarstöðvun) eru mjög ólík rafstýrðum kerfum í öðrum bíltegundum þó að tilgangur þeirra kunni að vera svipaður. Þess vegna er ekki gott að fara með bílinn á verkstæði sem sinnir öllum bíltegundum. Þó að bifvélavirkjarnir þar viti margt um bíla þekkja þeir ekki nógu vel til Mitsubishi til að geta sinnt viðhaldinu nægilega vel og eiga ekki til þá Mitsubishi-varahluti sem bíllinn þarfnast til að vera í standi. Farðu með bílinn í viðhald á vottaða þjónustustöð Mitsubishi Þær eru: Hekla Laugavegi (söluaðilinn), Bílson Kletthálsi Reykjavík, Klettur Selfossi, Bifreiðaverkstæði SB Ísafirði, Kaupfélag Skagfirðinga Skagafirði og Höldur Akureyri. Það er alltaf þess virði að fara með bílinn í viðhald á þessa staði. Viðhald á vottuðum þjónustustöðvum Mitsubishi er besta leiðin til að halda þínum Mitsubishi-bíl í góðu standi.

Hvenær þarf bíllinn á viðhaldsskoðun að halda og hvernig finn ég þjónustubilin fyrir minn bíl?

Þjónustutíðni bíla 
Allir bílar þurfa á reglulega viðhaldi / þjónustuskoðunum að halda en hvernig getur þú vitað hvort bíllinn þinn þarf á skoðun að halda? Fyrir hverja bíltegund gilda reglulegir tímapunktar fyrir þjónustuskoðun og fyrir hverja þjónustuskoðun gildir ákveðinn gátlisti. Og þó að þetta snúist ekki um ekinn kílómetra til eða frá í akstri er ráðlegt að fylgja ábendingum um tímapunkta fyrir viðshaldsskoðun sem mælt er með í þjónustuhandbókinni sem fylgdi bílnum. Tímapunktar fyrir þjónustuskoðanir og viðhaldsgátlistar eru mikilvægari en þú heldur. Hvað er algengur tími milli þjónustuskoðana? Þar sem ökulag og notkun eru ólík frá einum bíleiganda til annars hefur Mitsubishi ákveðið að þjónustubil sé 20.000 km eða 1 ár, eftir því hvort kemur á undan. Þetta gildir um flestar tegundir nema Lancer Evolution en þar er mælt með skoðun eftir 15.000 km akstur eða 1 ár, eftir því hvort kemur á undan. Notkunarvenjur, t.d. hraðakstur, akstur utan vega eða á slæmum vegum annars vegar, og reglubundinn jafn akstur á þjóðvegum hins vegar, eru dæmi um ólíkar venjur sem þarf að taka með í reikninginn. 

Þjónustuskoðun ekki virt 
Hvað gerist ef ég leiði hjá mér þjónustuskoðunina og læt ekki líta á bílinn? Ja, ekki neitt, ekki í fyrstu. En hafðu í huga að þjónustuskoðunin í þjónustuhandbókinni þinni hafa verið reiknuð út af nákvæmni til að koma í veg fyrir ótímabærar skemmdir eða eyðileggingu á íhlutum. Mitsubishi Motors skilur að þú vilt ekki fara mjög oft með bílinn þinn í skoðun og því er látinn líða eins mikill tími milli tímapunkta fyrir þjónustuskoðun og æskilegt er. Þetta þýðir að það er ekki góð hugmynd að hundsa ábendingar um æskilega skoðunartíma. Ef vökvastaðan í bílnum er ekki rétt geta alvarlegar skemmdir orðið og meðfylgjandi kostnaður. 

Viðhaldsskoðanir og þjónustubil fyrir þinn Mitsubishi
Í þjónustuhandbókinni færð þú nákvæmar upplýsingar um hvenær þú þarft að fara næst með bílinn í viðhaldsskoðun. Í flestum bílum er meira að segja ljós í mælaborðinu sem logar þegar tími fyrir viðhaldsskoðun er kominn. Ekki hunsa það. Ef þú ert í vafa um hve langt á að líða milli þjónustuskoðana fyrir þinn bíl eða hefur spurningar um þína notkun á bílnum skaltu ekki hika við að hafa samband við vottaða þjónustustöð fyrir Mitsubishi.

Full ástæða er til að fara með bílinn í skoðun á vottuðum þjónustustöðvum Mitsubishi. Best er að fara með bílinn í skoðun þar sem til staðar er sérþekking á Mitsubishi-bílum. Fyrir utan að kanna grunnöryggisatriði og hvort bíllinn sé ökufær í umferðinni eru kannaðir öryggisþættir sem sérstaklega snerta þína bíltegund. Það eru atriði sem almennir skoðunarmenn myndu ekki líta á vegna þess að þau eru ekki á gátlistanum þeirra. Á vottuðum þjónustustöðvum eða á verkstæðinu í Heklu geta menn greint sértækar bilanir í tíma áður en þær eru farnar að valda alvarlegum vanda. 

Get ég fengið nýja þjónustuhandbók / eigandahandbók?

Eigandahandbók Mitsubishi 
Hefurðu týnt eigandahandbókinni / þjónustuhandbókinni fyrir þinn Mitsubishi? Þú getur fengið nýja. Hafðu samband við Heklu, þar færðu allar upplýsingar. Gættu þess að panta nýja eigandahandbók eða þjónustuhandbók frá Mitsubishi eins fljótt og mögulegt er þar sem í henni eru mikilvægar upplýsingar viðvíkjandi viðhaldinu (hvernig á að halda bílnum í góðu standi) og tryggja öryggi þitt og farþega þinna. 

Hvað er eigandahandbók Mitsubishi? 
Eigandahandbók Mitsubishi er bók sem inniheldur mikilvægar upplýsingar um hvernig halda á Mitsubishi-bílnum í sem bestu ástandi. Mælt er eindregið með því að bókin sé lesin af og til eða leitað svara í henni þegar spurningar vakna varðandi bílinn. Einnig er að finna í bókinni öryggisleiðbeiningar og þeim skalt ávallt fylgja. Eigandahandbókin segir þér hvernig á að kanna ýmsa nauðsynlega virkni bílsins og vökvastöðuna. Ef ekki farið eftir leiðbeiningunum og þessi atriði ekki könnuð reglulega getur það leitt til alvarlegra bilana í vélinni og öðrum nauðsynlegum íhlutum hennar. Þjónustuhandbókin, sem er líka mikilvægt rit sem á að geyma í hanskahólfinu, geymir upplýsingar um hvaða viðhaldsskoðun hefur verið framkvæmd á bílnum á vottaðri þjónustustöð Mitsubishi. Allar skoðanir skal skrá í þjónustuhandbókina. 

Hvað ef þú hefur enn ósvaraðar spurningar eftir að hafa lesið eigandahandbókina? 
Eigandahandbók Mitsubishi er yfirgripsmikið uppflettirit um bílinn þinn og hvernig á að halda honum í góðu ástandi. Samt er auðvitað mögulegt að þú hafir enn spurningar sem er ósvarað eftir að hafa lesið eigandahandbókina. Ef svo er skaltu hafa samband við okkur hjá Heklu. Starfsfólkið þar mun leiðbeina þér með ánægju um allt sem kann að hafa farið framhjá þér eða þú skildir ekki til fulls við lesturinn.

Hvernig á að skipta um ljósaperur?

Skipt um perur í aðalljósum 
Allir vita hve hættulegt er að aka um með aðalljós sem virka ekki. Þess vegna er mikilvægt að kanna reglulega hvort ljósin á bílnum virka eðlilega. Þó að margir komi með bílinn á verkstæði þegar aðalljósin virka ekki þá er tiltölulega einfalt að skipta um perur í aðlljósum. Þú getur líka flett þessu upp í eigandahandbókinni (Kaflinn Viðhald, þar sem lýst er peruskiptum í bílljósum). Þegar þú skiptir um peru í aðalljósum er mikilvægt að vita hvaða gerð af peru þú þarft. Í mörgum bílum eru notaðar halogen-perur í aðalljósin en þó að notaðar séru tungsten-perur í mörgum (eldri) bílum miðast þessi texti við skipti á halogen-perum. Það er ekki mikið frábrugðið að skipta um eldri gerð (tungsten) af peru. Fyrir skipti á Xenon-perum í aðalljósum er mikilvægt að lesa síðustu efnisgreinina á þessari síðu en við ráðleggjum þér að láta gera þetta hjá okkur á verkstæðinu í Heklu. 

Að skipta um peru í aðalljósum í þremur skrefum 
Ef þú lyftir upp vélarhlífinni sérðu hnúð bak við aðalljósasamstæðunni. Ef þú losar um hnúðinn getur þú togað hann út. Mundu að það þarf að vera slökkt á bílljósunum í einhvern tíma áður en þú skiptir um perur í aðalljósum til að forðast að þú brennir þig á perunum sem þú fjarlægir. Farlægðu peruna varlega og settu nýja í hennar stað. Ekki snerta nýju aðalljósaperuna með fingrunum. Það styttir líftíma perunnar mikið þar sem hún brennur þá út fljótlega eftir að þú hefur sett hana í. Ef peran er á sínum stað skaltu kveikja stutt á ljósunum til að sjá hvort hún virkar. Settu allt aftur á sinn stað sem þú fjarlægðir til að komast að perunni. 

Já, það er svona auðvelt að skipta um peru í aðalljósum! 
Leiðbeiningar Mitsubishi um skipti á HID (Xenon) perum í aðalljósum: Hafðu samband við Heklu 

HID-ljós (High Intensity Discharge) eru mjög ólík tungsten- og halogen-perum. Þessi tegund aðalljósa er oft kölluð Xenon vegna þess að notast er við xenon-gas í henni. Svona ljós eru í mörgum nútímabílum. Virkni og birtusvið HID-aðalljósa þekkist á bláleitu ljósi sem þau gefa frá sér og er mjög hátt. Þar sem há spenna er í ljósunum geta þau valdið meiðslum ef perurnar eru ekki rétt settar í; þess vegna er best að hafa samband við Heklu vegna peruskipta.

Hvernig veit ég hvenær á að skipta um blöð í rúðuþurrkunum?

Skipt um blöð í rúðuþurrkum 
Þetta virðist ekki skipta máli en er einmitt mjög mikilvægt: það þarf að skipta reglulega um blöð í rúðuþurrkunum. Slys geta hent ökumenn sem ekki hafa gott útsýni yfir umferðina. Forðastu slíkt með því að skipta reglulega um blöð í rúðuþurrkunum. Gúmmí missir fljótt teygjanleika sinn í miklum hita eða miklum kulda - líka gerviefnin. Þurrka með uppþurrkuðu blaði strýkur ekki nógu vel af framrúðunni. Þegar blöðin í þurrkunum eru orðin hörð eða stökk er kominn tími til að skipta um. Nóg er að skoða þurrkurnar með berum augum til að skera úr um hvort tímabært sé að skipta um. Mælt er með því að skipt sé um þurrkublöð a.m.k. einu sinni á ári. Ekki bíða eftir úrkomu til að sjá hvort þú þarft að skipta um þurrkublöð. Nauðsynlegt er að kanna hvort þurfi að skipta um þurrkublöð. Þú þarft ekki að rigningu til að kanna ástand þurrkublaðanna. Svo er líka þægilegra að skipta um þurrkublöð í góðu veðri. Þú getur notað rúðuvökvann til að prófa afköst rúðuþurrkanna. Ef það þarf að skipta um þurrkublað þá sérðu eða heyrir það undir eins. Ískur, vökvi þurrkast ekki af rúðunni eða þurrkurnar skilja eftir sig rákir - allt eru þetta merki um að tímabært sé að skipta um þurrkublöð. Og ekki gleyma að kanna ástand þurrkublaðanna á afturrúðunni. 

Hvernig skipta á um þurrkublöð 
Ef þú ætlar að kaupa ný þurrkublöð skaltu kanna stærðina. Þó að ekki sé mjög erfitt að skipta bara út blöðunum kjósa flestir að kaupa heilt þurrkublaðasett. Í mörgum tilvikum fylgja breytistykki sem tryggja að hægt er að nota settið á margar gerðir bíla. Ef þú skiptir sjálf(ur) um þurrkublöð skaltu fara eftir leiðbeiningunum á umbúðunum. Í flestum tilvikum er hægt að fjarlægja þurrkublaðið úr arminum með því að losa pinna og beita handafli (en ekki of miklu!) til að lyfta þeim úr höldunni. Nýju blöðin smella auðveldlega inn í arminn. Það er líka ráðlegt að kanna ástand gormanna í þurrkuarminum. Ef þú þarft ekki að beita neinu afli til að toga blöðin úr rúðuþurrkunni þá þarf ef til vill að skipta um armana líka. Þú getur fengið ráð um þetta á þjónustustöð Mitsubishi.

Sýna allt

spurningar um Models

VELDUR GERÐ

Hvar finn ég upplýsingar um Mitsubishi Outlander?

Mitsubishi Outlander 
Þegar þú horfir á Mitsubishi Outlander gætir þú spurt þig hvort þetta sé torfærujeppi eða kannski lúxusbíll sem getur flutt marga farþega. Slíkar vangaveltur eru eðlilegar því Mitsubishi Outlander er þetta hvoru tveggja. Hinn djarfi stíll sem einkennir hönnun Mitsubishi Outlander undirstrikar þetta. Um leið og litið er inn í Mitshubishi Outlander sést að þessi fjölhæfi bíll getur keppt við hvaða fólksbíl sem er hvað varðar búnað og öryggi farþega. Ef fjölbreytt notagildi er þér ofarlega í huga þegar þú velur bíl á Mitsubishi Outlander klárlega heima á listanum yfir þá sem koma helst til greina. Það eru einfaldlega ekki margir bílar sem geta keppt við þá fjölhæfni sem einkennir þennan snotra en þó harðskeytta Mitsubishi. Fyrir nákvæmari upplýsingar um Mitsubishi Outlander skaltu smella hér. Mitsubishi Outlander- aflmikill og öruggur Sú staðreynd að Mitsubishi Outlander er nátengdur hinum mikla Pajero vekur að sjálfsögðu væntingar. Þeir sem hafa einhverjar efasemdir um að Mitsubishi Outlander geti skilað afköstum utanvega sem eru arftaka slíks bíl verðug geta verið alveg rólegir. Þeir þrír aflgjafar sem eru til taks hafa fulla getu til að koma Mistubishi Outlander í gegnum hinar erfiðustu vegleysur. Þessir aflgjafar eru tvær díselvélar með beinni innspýtingu og ein bensínvél (2,0, 2,2 og 2,4 lítra) - allar skila þær ríkulegu togi. Akstur utanvega eða á hálum vegum er algjörlega öruggur á Mitsubishi Outlander. Þar sameinast AWC-stýring (rafstýrt fjórhjóladrif), stöðugleikastýring og ASTC-kerfi (skriðvörn). Þessi samsetning tryggir hámarksgrip og stöðugleika við hvaða akstursaðstæður sem eru. Þegar þú ekur á þjóðveginum getur þú notað hið eldsneytissparandi tveggja hjóla drif. 

Mitsubishi Outlander - lúxusbíll með fjögurra hjóladrifi 
Þú getur gert Mitsubishi Outlander að eins miklum lúxusvagni og þú vilt með því að velja þann búnað sem hentar þínum þörfum. Hvort sem þú vilt xenon-aðalljós, hraðastilli eða handfrjálsan Bluetooth búnað, þá er það allt í boði. Reyndar er ýmiskonar búnaður í bílnum sem flestir myndu álíta vera dýran valbúnað í raun staðalbúnaður í Mitsubishi Outlander, t.d. hitastillir, SRS-hliðarloftpúðar sem og öryggiskerfin ABS og rafstýrð hemlunardreifing (Electronic Brake-force Distribution). Og það er miklu fleira sem vert er að nefna en staðalbúnað og valbúnaðinn. Er Mitsubishi Outlander kominn á listann hjá þér?

Hver er munurinn á PHEV, HV og PHV?

PHEV og PHV eru með akstursrafgeymi sem hægt er að hlaða beint með ytri aflgjafa. Þess vegna hafa slíkir bílar stærra aksturssvið á rafmagni (þ.e. komast lengra á rafhleðslunni) en HV-bílar. PHEV-bílar geta líka notað vélina sem rafal til að knýja akstursrafgeyminn, en það geta PHV-bílar ekki. Ef rafgeymirinn klárast í PVH-bíl þá verður hann að starfa í HV-stillingu þar til hann hefur verið hlaðinn með ytri aflgjafa.

Hvernig kemur vélin inn?

Bensínvélin kemur inn þegar lítið er eftir á rafgeyminum og það þarf að hlaða á hann eða þegar þörf er á miklu akstursafli. Bíllinn getur gengið áfram í EV-stillingu á meðan vélin er að hlaða rafgeyminn og vélin getur veitt vélarafli til að aðstoða rafmótorana. Vélin getur stundum komið inn með hita þegar loftkælingin er í gangi.

Vélin kemur stundum inn sjálfkrafa þegar ég ræsi bílinn jafnvel þó að rafgeymirinn sé fullhlaðinn. Hvers vegna?

Til að koma í veg fyrir vélarskemmdir af völdum bensíntæringar kemur vélin inn til að brenna eldsneyti ef ekki meira en 10 lítrum af bensíni hefur verið bætt á tankinn þrjá mánuði í röð. Vélin heldur áfram að ræsast sjálfkrafa við aksturinn (í HV-stillingu) þar til settir hafa verið að lágmarki 15 lítrar af bensíni á bílinn.

Hvers vegna minnkar aksturssviðið þegar ég kveiki á loftkælingunni (AC)?

Rétt eins og loftkæling í húsum notar AC-loftkælingin rafmagn. Þar sem þetta rafmagn kemur frá akstursrafgeyminum þá veldur kæling í innanrýminu (t.d. að halda hita í innanrýminu í 25°C þegar það er 35°C lofthiti) lækkun á EV-aksturssviði um 30%, en hitun á innanrýminu (t.d. að halda því í 25°C þegar lofthiti er -10°C) minnkar það um 40%.

Hve oft á ég að skipta um olíu?

Rétt eins og gildir um bensínbíla ættir þú að skipta um olíu á 20.000 km eða eins árs fresti.

Sýna allt

spurningar