Fara í efni

Nýr og nettur ASX

Í september frumsýndum við nýjan og kröftugri ASX sem hefur fengið glæsilega andlitslyftingu í stíl við nýjar og skarpar hönnunarlínur Mitsubishi. Nýr ASX er öflugri í takt við nýtt og harðgerara útlit. Vélin hefur stækkað úr 1.6 í 2.0 l vél, hann er nú 150 hö í stað 122 hö og dráttargetan hefur aukist um 100 kg og er nú 1300 kg. ASX kemur með fimm gíra beinskiptingu eða CVT sjálfskiptingu og fæst bæði með fram- og fjórhjóladrifi.